Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 133
BÚNAÐARBIT
331
sem ef til vill má telja rjettara, verður afleiðingin sú,
ab „Langeskov“-plógurinn kemur 1 hans stað.
Næstir í röðinni veiða 3 piógar, sem ekki verður yfir-
leitt gerður neinn munur á, og eru það þeir „Alierup"
Nr. 6, „Mullerup" og „Stenderup". Eru það alt liðlegir
og nothæfir plógar, einkum á akurjörð og sljett land.
Plógurinn „Kvass“ er að flestu leyti sami plógur og
„Odd“, bolurinn er mjög svipaður, en aðal-mismunurinm
á plógum þessum er sá, að „Kvass" hefir ás úr trje,
og er fyrlr þá sök óhæfur til plægingar í þýfi. Sama er
að segja um „Reform“-plóginn, sem auk þess er þung-
ur í drætti, og ennfremur hefir þann ágalla, að mold-
varpsbrúnin að ofan — á bringu plógsins — tekur dá-
lítið út fyrir landhliðina, og utar til vinstri handar en hníf-
urinn. Þessari brún hættir við að rífa götubakkann,
eykur það dráttarþungann, og gerir sporið óhreint.
Akureyrar-plógurinn, sem er annar í röðinni að ljett-
leika í drætti, stendur þó í heild sinni hinum plógunum
að baki. Yeldur því ekki síst það, hve fágun og hersla
er alls ófullnægjandi. Þá er lögun moldvarpsins óhag-
kvæm og óregluleg — ósamræmi í lyftingu og snún-
ingi strengsins, þannig að miðhluti moldvarpsins gerir
hvorki að lyfta nje snúa, heldur verður eins og nokk-
urs konar áhrifalaus millistöð. Þegar svo strengurinn
kemur yfir þetta bil, er hann of skamt kominn, bæði
að lyftingu og snúningi, til þess að sá hluti moldvarps-
ins, sem þá er eftir, geti lokið veltunni sæmilega. Plóg-
urinn veltir því illa af sjer.
Herfi.
Af herfum var all-margt á sýningunni, einkum ýmiss-
konar akur-herfi, og svo mosaherfi, en aftur á móti fátt
af herfum sem hjer koma helst til greina við nýrækt.
Akur-herfi, svo sem tindaherfi ýmisskonar og fjölyrkja
(Kultivatora) var ekki kostur á að reyna, enda ekki