Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 158
356
BÚNAÐARRIT
óþarfur erfibisauki, þegar hann fer yfir það lágœark, sem
nauðsyn krefur. En tilraun þessi sýnir það og nokkuð
meira. Hún sýnir að þegar framþunginn er aukinn, þá
er erfiðisþunginh fyrir he&tinn ekki að eins framþung-
inn sem við bætist, heidur einnig talsvert meira dráttar
átalc. Þetta er sjeriega eftirtektarvert, og gefur bendingu
um hve afar-mikilsvert það er, að gæta þess jafnan við
hleðslu tvihjólaðra vagna, að láta ekki framþungann
vera nema sem allra minstan að unt er.
íslenska vinnukerran, sem getið er í skýrslunni, var
ekki á sýningunni, en var tekin með til samanburðar;
dráttarþungi hennar er, eins og skýrslan sýnir, svipaður
og norsku kerranna frá Moelven Brug. — Kerran frá Olai
Solemsli er, eins og skýrslan sýnir, mjög þung í drætti,
og mun þyngri en hinar, enda eru hjólin lítil; mun sjer-
staklega vera ætluð til heimanotkunar í miklum bratta,.
en virðist yfirleitt að engu leyti hentug.
Um vagnana og sleðana frá Moelven Brug, er ástæða
til að taka það fram, að efni er mjög gott í öllum þess-
um verkfærum, og smíði og allur frágangur hinn prýði-
legasti, svo að telja má fyrirmynd.
Á töflu II hjer að framan eru, auk sleðanna tveggja
frá Moelven Brug, taidir 2 íslenskir sleðar; eru þeir af
amerískri gerð — sömu gerð og annar norski sleðinn.
Sleðarnir eru settir á sömu skýrslu og hann til saman-
burðar. íslensku sleðarnir eru báðir mikiu þyngri og
klunnalegri, enda efnið lakara. Þeir munu báðir einkum
ætlaðir til notkunar á ísurn, og munu til þess vel not-
hæfir, en mikið ber á milli þeirra og norska sleðans,
til almennrar notkunar á misj">fnu færi.
Stæiðarmunur sleðanna sjest af skýrslunni, en eitt er
þar ennfremur sjerstaklega eftirtektarvert, og það er mis-
munurinn á dráttarhæðinni, hún er hin sama á báðum
íslensku slebunum, en miklu meiri en á norska sleðan-
um, og er það galli. Sleðinn þrýstist niður að framan.
við átakið í stað þess að lyftast. Norski sleðinn gæti.