Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 126
324
BÚNAÐARRIT
starfa. Verður slík ræsla miklu fljótgerðari og ódýrari
með pálnum.
Hvernig fara skal með ræsin, eftir að þau eru grafin
á þenna hátt, getur verið undir atvikum komið. Reynslu
vantar fyrir því, hvernig ræsin muni gefast, ef þau eru
látin síga saman að ofan, og verða holræsi. En all-líklegt
or að þetta muni oft vel gefast. Og þótt annað þyki
hentara, t. d. að leggja möl eða pipur í ræsin, jýrir
það ekki gildi pálsins, hann getur verið jafn hentugur
til að grafa ræsin eins fyrir því.
Pállinn er gott og þarflegt áhald, sem liklegt er til
að koma mjög viða að góðum notum, og má hiklaust
telja hann hína bestu og merkilegustu nýjung í inn-
iendri verkfærageið, sem sást á sýningunni, innan þeirra
deilda sem nefndin hefir haft til umsagnar.
Sigurður Ólafsson, Hellulandi (nr. 40).
Sópljár. Sýnandi hefir fyrstur manna fundið upp og
smiðað sópljá. Mun þessi ijár, er á sýningunni var, af
sömu geið og þeir, sem Sigurður hefir áður smíðað, og
sem nú eru allviða notaðir, einkum á Norðurlandi, og
hafa gefist vel. -f- Ljárinn sjálfur er af venjulegri gerð,
en það sem gerir hann frábrugðinn öðrum Ijáum er sóp-
grindin, sem á hann er fest. Umgerð grindarinnar er úr
3 m.m. stálvír, sem er beygður í rjett horn á báðum
endum; eru hinir beygðu armar um 12 cm að lengd,
er þeim fest á aftasta nagla í Jjánum og 4 nagla að
framan; annar vírteinn er strengdur milli þessara beygðu
arma þannig, að hann liggur um 4 cm. fyrir utan og
ofan Ijábakkabrúnina; á þessa vírgrind er svo strengd
stög úr örmjóum stalvír. Sópgrind þessi er ljett, en
traust og hagkvæmt gerð.
Kristinn Kristjánsson, Leirhöfn (nr. 30).
„Grindáljáru (sópljár). Sópgrindin á þessum Ijá er
frábrugðin áðurnefndri frumsmíð (S. Ó.) að tvennu leyti.