Hlín - 01.01.1933, Side 9
Hlin
7
»S. N. K. skorar á ríkisstjórn islands að leggja
fram f je til byggingar og starfrækslu sumarheimila.
handa börnum og vill benda á einn heppilegan stað,
sem er við sundskálann í Svarfaðardal«.
Tillagan samþykt með öllum greiddum atkvæðum.
Tillaga kom. fram á fundinum:
»Þar sem kvenfjelagið »Von«, Siglufirði, hefur lagt
mikla áherslu á að koma upp dagheimili fyrir börn
í bænum, en sökum fjárskorts getur ekki komið verk-
inu í framkvæmd, að svo stöddu, þó brýn nauðsyn sje
fyrir hendi, vill S. N. K. skora á bæjarfjelag Siglu-
fjarðar að leggja fram fje til starfrækslunnar, svo
hafist verði handa strax í sumar«.
Tillagan borin upp og samþykt.
Þá voru lesnir upp reikningar Sambandsins, end-
urskoðaðir, og samþyktir.
Heilbrigöismál. Framsögu hafði Ingibjörg Jónas-
dóttir. — Reifaði hún máliö og taldi það mestu varða
heilbrigði manna, að hver og einn reyndi af fremsta
megni að verja heilsu sína með reglubundnu lít’i og
forðast reykingar og fleira, er spilt getur heilsunni.
Miklar umræður urðu um málið. Töldu konur mjög
áríðandi, að unga fólkið iðkaði sem mest íþróttir og
nyti sem best sólarinnar og útiloftsins, asamt hollri
fæðu.
Kvennabandið í Vestur-Húnavatnssýslu fer fram
á að S. N. K. veiti því 50 kr. styrk til að halda hjálp-
arstúlku sem starfi í sjúkdómstilfellum innan þess
sambands, og var það samþykt.
Fundi frestað til næsta dags. Þennan dag sátu fund-
inn 50 konur.
Kl. 8V2 e. h. flutti Friðþóra Stefánsdóttir kenslu-
kona ágætt erindi um leikvelli barna, fyrir fullu húsi.
Laugardaginn 17. júní hófst furidur á ný kl. 10 f.
h. Svohljóðandi tillaga kom fram;