Hlín - 01.01.1933, Page 10
8
Hlín
»Þar sem S. N. K. hefir svo litlu fje yfir að ráða
en miklar þarfir fyrir hendi, vill Samband Norð-
lenskra kvenna beina þeirri spurningu heim í deild-
irnar, hvort ekki muni rjett að hækka sambandsgjald
úr 20 aurum upp í 30 aura á hvern meðlim«.
Tillagan samþykt.
Ingibjörg Eiríksdóttir mintist á aö æskilegt væri aö
koma á sýslusamböndum, og helst aö fá hæfar konur
til að ferðast um og vinna aö því máli. Tillagá korn
frá Þóru Stefánsdóttur:
»Fundurinn vill á engan hátt missa norölenska sam-
bandið. En sjái sýslurnar sjer fært aö mynda sýslu-
sambönd og halda þeim uppi, álítur fundurinn, að þau
muni treysta kvenfjelagsskapinn«.
Tillagan borin upp og samþykt.
Eftir fengnar tillögur heiman úr deildunum og álit
fundarins var sú lagabreyting samþykt:
Launa skal stjórn S. N. K. þannig: Árslaun for-
manns skulu vera kr. 100.00, ritara kr. 50.00 og gjald-
kera kr. 50.00.
Þá var gefiö fundarhlje til þess að skoða hina ný-
reistu kirkju Siglfirðinga. Höfðu siglfirskar konur
beðið kirkjukorið að vera þar viðstatt og syngja nokk-
ur sálmalög fundarkonum til ánægju.
Kl. 1 e. h. var fundur settur á ný.
Eftirfarandi skeyti höfðu borist fundinum:
»Heillaóskir til fundarins.
Kvenfjelagasamband íslands«.
»Kærar kveðjur. — Bestu hamingjuóskir.
Halldóra Bjarnadóttir. Ragnhildur Pjetursdóttir.
Fúndurinn sendi Halldóru Bjarnadóttur og Ragn-
hildi Pjetursdóttur, Háteigi, Reykjavík, svohljóðandi
skeyti: