Hlín - 01.01.1933, Side 18
16
tiUn
ins, og gegndi hún því starfi síðan, þar til hún fluttist
burtu úr bænum árið 1929.
Tilgangur fjelagsins er að efla og styðja hverskon-
ar menningar- og velferðarmál á starfssvæði þess,
sem er Neskaupstaður.
Fjelagiö hefur einkum aflað sjer fjár með því að
halda skemtisamkomur. En það hefur einnig nokkrum
sinnum haft hlutaveltur og útsölu á ýmsum heima-
unnum munum.
Af fjárframlögum frá fjelaginu til ýmsra i'ram-
kvæmda í bænum skal nefna eftirfarandi:
Til sjúkrahússins um kr. 700.00, sem varið var til
áhaldakaupa. Til kirkjunnar nokkur hundruð krónur,
sem variö var til að kaupa ofn og skírnarfont. Til nýja
barnaskólans um kr. 9000.00. Þessi gjöf var því skil-
yrði bundin frá fjelaginu, að það fengi húsiö til fund-
arhalda og einnig til þess að halda þar 5 samkomur
á ári. Aftur á móti skuldbatt fjelagið sig til að ábyrgj-
ast, að fundir þess og samkomur kæmu aldrei á neinn
hátt í bága við kenslu í húsinu. Þessi samningur á að
standa í 30 ár. Einnig gaf fjelagið, fyrir nokkrum
árum síðan, bænum dálítið bókasafn, sem það átti. —
Auk þess, sem hjer hefur verið taliö, hefur fjelagiö
alloft hjálpað ýmsum sjúklingum, einkum konum, með
smærri fjegjöfum.
Á aðalfundi fjelagsins 1932 taldi þaö 42 fjelaga.
Skuldlausar eignir fjelagsins voru þá um kr. 800.00.
Neskaupstað 10. júní 1932.
G'uöný Helgadóttir, ritari.