Hlín - 01.01.1933, Side 29
HlÍn
27
»Mamma, komdu fljótt út og sjáðu fallega manninn,
sem kom að leika við okkur«. — Móðirin var treg lil
að fara, en lofaði þó litla lófanum að leiða sig út í
sólskinið.
Um kvöldið, þegar maður konunnar kom heim, skýrði
hún þannig frá því, sem fyrir han'a hafði borið: »Það
var undursamlegra en því verði með orðum lýst. En
jeg fann það strax hver það var, sem sat undir stóra
eikitrjenu og hjelt á litla drengnum okkar í fanginu.
Hann stóð upp, faðmaöi börnin aö sjer og gekk hægt
í burtu. En þegar hann gekk fram hjá mjer, leit hann
til mín, og í augnatilliti hans las jeg undur margt:
Jeg fann að hann þekti mig vel, að hann skildi allar
mínar hugsanir, allar áhyggjur og kvíða minn, vis,si
um alt sem hreldi mig og jeg fann í augnaráði hans
undursamlegan styrk.
Jeg fór inn örugg og hughraust, f'ullviss um það,
að öllu væri óhætt, því jeg vissi, að þetta var sjálíur
Erelsarinn, jeg vissi nú að hann, sem forðum bless-
aði börnin, liaföi setið í skugga trjánna í garðimun
okkar og aö faðmur hans hafði umvafið elsku iitlu
börnin mín«.
Og þessi móðir varð að nýjum manni eftir þenmn
atburð.
Eftir þetta átti hún nógan styrk í sínu eigin sál-
arlífi. Hvað kæröi hún sig nú um þýðingarlaust
skemtanahringl? Hvað gjöröi það lienni nú til, þó
hún væri einmana og vinafá í nágrenni sínu? - Frá
þessari stundu var sem ltferni hennar endurspeglaði
þá undradýrð, sem augu hennar höfðu litiö. I-Ijarta
hennar var fult af friði, þeim friöi, sem er æðri öllum
skilningi.
Ef til vill er þannig ástatt fyrir mörgum af okkur,
að dimt sje í huga, og við gerum okkur áhyggjur út