Hlín - 01.01.1933, Síða 42
40
Hlín
náttkjólar, 16 milliskyrtur (karla), 4 millipils, 3 milli-
bolir og 15 saumapokar. —
/ vefnaði: 7 rúmábreiður, 10 bekkvoðir, 16 bekkset-
ur, 9 sessuborð, 18 matardúkar, 14 kaffidúkar, 8 vegg-
reflar, 17 borðreflar, 16 gluggatjöld, 15 handklæði,
16 gljáþurkur, 12 treyjuefni, 2 svuntur. —
/ útsaum: 10 borðreflar, 2 veggábreiður, 10 sessu-
borð, 7 kaffidúkar, 3 ljósadúkar, 3 bakkadúkar.
/ prjóni: 9 skyrtur, 8 dagtreyjur, 1 kápa, 8 pör
sokkar, 2 pör vetlingar, 1 rúmábreiða.
(Hjer er slept öllu, er viðkemur prófi).
Skólalíf og heimilishættir.
Ræstingu heimilisins, þvotti og öðru þvílfku var,
eins og áður, skipt á milii námsmeyjanna, og voru
þær látnar bera sem mesta ábyrgð á allri umgengní
og gekk það vel. Einnig sáu þær um hættur á kvöldin
og að ijós væru slökt á rjettum tíma. — Reynt var
að stefna að því að heimilislífið væri sem glaðast og
írjálslegast. Engin farandsótt heimsótti okkur þetta
skólaár, eins og undanfarna vetur, til að draga úr
fjöri. Heilsufar var gott allan veturinn.
»Kvöldvökur« voru haidnar tvisvar til þrisvar í
viku. Skemtikvöldin á miðvikudögum voru með fjöl-
breyttara móti. Sum þeirra voru haldin í minningu
um ýmsa merka menn og konur, og lögðu námsmeyjar
sinn skerf til þeirra.
Námsmeyjar æfðu söngleikinn »Gleðilegt sumar«
(eftir Guðmund Guðmundsson) og sýndu á skemti-
samkomu Kvenfjelags Reykdæla.
Húsmæðraskólinn nýtur flestra skemtaná sem Al-
þýðuskólinn hefir á boðstólum, og námsmeyjar hjer
höfðu svo skemtikvöld fyrir hann. Sýndu þær þá tvær
skrautmyndir: »Grasaferðina« (eftir Jónas Hallgríms-
son) og Svínahirðirinn (eftir H. C. Andersen).