Hlín - 01.01.1933, Page 44
42
Hlín
var fyrir hádegið. Síðdegis voru umræðufundir um
helstu áhugamál kvenna hjer. T. d. uppeldi, heimilið,
móðurmálskenslu og fegrun móðurmálsins, matjurta-
rækt, heimilisiðnað, mataræði og um skólann og fram-
tíð hans. Einn daginn kom Matthildur í Garði rneð
jurtalitaða bandið sitt og jurtirnar þurkaðar, þær er
hún notar til litunar.
Á kvöldin skemtu konur með söng og upplestri.
Á undan hvérju erindi eða umræðuefni var almenn-
ur söngur með orgelspili. Konurnar voru glaðar og
reifar og eins og ungar í annað sinn.
Síðasta kvöld mótsins var meö kvöldvökusniði, en
engar ræður i'luttar viö kaffiborðið, eins og venja er
til.
Okkur aðkomukonunum var það óblandin ánægja,
að sjá hve alt fór ljett úr hendi hjá íbúum skólans.
Alt var í röð og reglu og engar sjerstakar annir eða
truflanir varð maöur var við. Námsmeyjarnar saum-
uðu af kappi undir umræðum okkar og á morgnana
slógu þær vefina. Sama svip báru eldhússtörfin, ef
þangað var litið. Þau ummæli námsmeyjanna, að ekki
heföu þær viljað missa af húsmæðramótinu fyrir
nokkurn mun, gladdi okkur konurnar ösegjanjega.
Hlýr hugur og þakkir okkar kvenna fylgja skólan-
um og íbúum hans. Og fyrst og fremst þökkum við
forstöðukonu og kenslukonum fyrir ógleymanlegan
tíma í okkar fábreytta lífi.
Þátitakandi.