Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 50
Hlin
43
um eitt og annað frá fjölda kvenna, einkum frá þeim,
sem eitthvð höfðu af henni numið, að hún tók að
safna forskriftum af ýmsu tæi, og varð það til þess,
að árið 1888 kom út hin ágæta bók hennar »Kvenna-
fræðarinn«, og seldist alt upplagið á einu ári.
Þar er kend ýmiskonar matreiðsla, sláturgerö og
önnur íslensk matargerð, söltun á spaðkjöti, sem síð-
an er notuð um alt land, niðursuða á matvælum, sem
áður var óþekt, ostagerð, sem þótti ágæt og mikiö var
notuö, margskonar ágætar reglur um geymslu mat-
væla, ennfremur matarefnafræði, með fróðlegum töfl-
um, reglur um þvott á fatnaði, hirðingu á herbergjum,
fyrirsagnir um fatasaum, karla og kvenna, um prjón,
litun o. fl.
útkoma »Kvennafræöarans« var merkisviöburður
fyrir íslenskar konui', sem hafði ómetanlega þýð-
ingu fyrir þær við hið umfangsmikla og erfiða starf
þeirra, enda hefir hann verið gefinn út fjórum sinn-
um.*) Og þótt nú á síðari árum hafi komiö út margar
ágætar matreiðslubækur, tekur 'engin þeirra fram for-
skriftum Elínar Bi'iem, þar sem á að hagnýta ísk'nsk
matvæli.
Kvenmenhmarsjóð Y trieyjarskólans stofnaði Elín
Briem árið 1894. Er hann geymdur í Aöaldeild Söfn-
unarsjóð fslands. 1. jan. 1983 var sjóðurinn kr.
5327.95.
Hússtjórnarskólinn. — Þó Elín Briem Ijeti af for-
stöðu Ytrieyjarskólans og settist að í Reykjavík, bar
hún hinn sama hug í brjósti til mentamála kvenna og
áður og leið ekki á löngu, að hún tók að undirbúa
hússtjórnarskóla í Reykjavík.
Með miklum áhuga og' dugnaði tókst henni að safna
) 4. útgáfa, endurbætt, fæst í bókaverslun Sig. Ki'istjánssonar
í Reykjavík.