Hlín - 01.01.1933, Side 53
Hlín
51
Eggertsdóttur, þar sem hin kynsæla og mæta föður-
systir hennar og nafna hafði svo lengi lifað. Get jeg
hugsað að margt hafi verið sameiginlegt með þessum
náskyldu nöfnum, og sú eldri sýnst vera endurborin
þar sem Jóhanna Eggertsdóttir var.
Árið 1908 varð Reykholtsprestakall laust við brott-
för síra Guðmundar Helgasonar, sem hafði verið um
tuttugu og þriggja ára skeið mestur höfðingi í Borg-
arfirði. Fjórir prestar og prestaefni sóttu þá um
Reykholt. Var það í fyrsta sinni, sem Reykholtssöfn-
uðum gafst færi á að kjósa sjer prest. Síra Einar
Pálsson hlaut þá langflest atkvæði og rjeði þar mestu
sá góði orðrómur, sem hingað hafði þá borist af
þeim hjónum, og sem viö nánari kynni reyndist ekk-
ert oflof. Frú Jóhanna stóð þá enn í blóma lífsins,
þegar þau hjón fluttu frá Gaulverjarbæ að Reykholti
með sína stóru fjölskyldu, tíguleg á velli, hispurslaus
í fasi, fagureyg, hárprúð, höfðingleg og að öllu leyti
hin virðulegasta. Leyndi það sjer ekki, strax við fyrstu
sýn, að hún var af góðu bergi brotin. Það var djörf-
ungin og hreinlyndið samfara góðleik til allra, er
þurfandi voru, sem ávann henni hina miklu ástsæld.
Gæfusöm hefur hún líka verið alla sína æfi: föður-
húsin fágæt, maki hennar fyrirmyndar maður og börn
þeirra með hinum góðu og göfugu ættareinkennum.
Eftir tuttugu og tveggja ára dvöl i Reykholti voru
börnin þeirra öll, sjö að tölu, sem voru á fyrsta til
fjórtán ára aldri, er þau fluttu að Reykholti, búin að
ná glæsilegum þroska til manngildis og menta, enda
ekki auðfundinn sá skóli, sem hefur hollari mentun
að bjóða heldur en heimili þeirra hjóna. Það eru bæöi
eldri menn og yngri, sem kynni höfðu af frú Jóhönnu,
er hún dvaldi hjer í Reykholti, er seint munu gleyma
góðleika hennar, rausn og göfuglyndi. Minnist jeg
4*