Hlín - 01.01.1933, Blaðsíða 61
Hlín
59
kostnað landsins, en veitti lán milli þinga í þessu
skyni. Þá vaktist almenn hugsun um málið og voru
þar á eftir settar upp ullarvinnuvjelar á Álafossi, Ak-
ureyri og víðar.
Þessir drættir hrökkva skamt í sögu ullarverk-
smiðjumálsins, enda ekki ætlunin að rita hana hjer.
Hitt sjest, að Magnús hefur, með aðstoð ýmsra góðra
manna, lagt hornsteininn í framkvæmd þessa máls
hjer á landi.
Ií. Þ. »óðinn«.
Albert Jónsson
frá StórurvöUwn i Bárðardal.
Það viröist fara vel á því, að »Hlín« geymi minn-
ingu þeirra manna, sem öðrum fremur hafa lagt sig
fram til umbóta á vinnubrögðum viðvíkjandi hinum
æfagamla heimilisiðnaði okkar íslendinga. Vildi jeg
með nokkrum orðum minnast manns, sem er braut-
ryðjandi á þessu sviði. Þessi maður er Albert Jónsson
frá Stóruvöllum í Bárðardal, sem langfyrstur Islend-
inga smíðaði handspunavjelar hjer á landi.
Það þótti að vonum stórvirki, þegar Magnús bóndi
Þórarinsson á Halldórsstöðum í Laxárdal rjeðist í það
að kaupa ullarkembingarvjelar og reka þær á eigin
ábyrgð um mörg ár, almenningi til ómetanlegra hags-
bóta. Mikill var munurinn fyrir konur og karla, sem
spunnu á rokka, að renna lyppunum úr vjelinni fram
í rokkana. Þeir mörgu menn, sem til Magnúsar á
Halldórsstöðum komu og sáu vinnubrögð hans við
kembinguna, fengu líka að sjá óvenju myndarlegan
rokk, sem spann á 120 snældur (spólur) í einu, á jeg
þar við stóru spunavjelina hans Magnúsar. En ærið
var hann rúmfrekur, þessi stóri rokkur, og ekki lík-
ur því að geta sniðið sig við húsakynni almennings,