Hlín - 01.01.1933, Síða 69
Hlín
6?
segja til Ameríku. — Blessaðar íslensku konurnar
vestra eru að reyna að halda ullarvinnunni við.
Jeg vildi helst, að húsmæðraskölarnir okkar tækju
spuna og ullarverkun upp á sína stefnuskrá, að þvo
ull, undirbúa hana að öllu leyti, kemba, spinna, lita
o. s. frv. Þetta týnist annars niður hjá unga fólkinu.
Þá eru það vefstólarnir, ekki held jeg að þeir verði
útundan í þessari nýju áhaldaskrá. — Vefnaðurinn
er ein hin merkasta grein heimavinnunnar, nokkurs-
konar kóróna á vinnubrögðunúm. Vefnaður hefur ver-
ið iðkaður hjer síðan land bygðist og lengi vel í stór-
um stíl, vefstólar hafa til skamms tíma verið til á
hverjum bæ til sveita, og enn er furðu margt til af
þeim, en gömlu vefstólarnir ganga nú óðum úr sjer,
því þeir eru ekki af kostum gerðir, þykja seinvirkir
og ekki til frambúðar.
Þegar skýrslum um tóvinnuverkfæri og tóvinnu-
framleiðslu var safnað hjer víðsvegar um land 1927
—1928, sýndi það sig, að furðu mikið var enn til af
vefstólum í sumum sveitum og mikið framleitt, t. d.
voru í 5 hreppum Rangárvallasýslu: Ásahr., Fljóts-
hlíðarhr., Landhr., Holtah'r., Rangárvallahr. samtals
104 vefstólar, flestir í notkun. Hafði verið ofið á þá
þann vetur um 1000 ál. í hverjum hreppi til jafnaðar.
Nú eru kvennaskólarnir búnir að taka vefnaðinn
upp á sína arma, og af engri handavinnu eru nemend-
ur jafnhrifnir, en gallinn er sá, að af því að stúlk-
urnar hafa ekki efni á að fá sjer vefstóla, að loknu
námi, þá týnist þetta dýra og kæra nám niður, og
vefnaðurinn útbreiðist ekki sem skyldi frá skólunum.
Áhöld til vefnaðar eru mörg og nokkuð dýr, en að
því verður að keppa, að vefstóll sje til á hverju ein-
asta sveitaheimili og mörgum kaupstaðaheimilum líka.
— Vefstólana á að sjálfsögðu að smíða hjer á landi
og alt sem þeim tilheyrir. — Hraðskyttuvefstólar ættu