Hlín - 01.01.1933, Page 84
é2
Hlín
barna ykkar fyrir fegurð náttúrunnar og látið þau
aldrei fara á mis við þær skemtanir, sem hún veitir,
vekið athygli þeirra á hátign íjallanna og fegurð
blómanna, sýnið þeim litbrigði morgunroðans og
geislaskraut hinnar hnígandi kvöldsólar, þá munu þau
öðlast sanna og varanlega ánægju, hvað sem hinum
svokölluðu skemtunum líður og hvort sem þau hafa
tækifæri til að sækja þær eða ekki«.
Þessi áminning nær til allra, sem umgangast börn,
og vildi jeg óska að framkvæmd hennar endurtæki
sig árlega. Það yrði stúlkubörnum varanlegri ánægja
en hugsanir um skartföt og skrautgripi og drengjum
hollari hressing en smávindlareykingar og vínnautn.
»Brátt angar dalur og iðgræn hlíð
af eldi vorsólarinnar,
svo vefji Guðs ásthlýja voldug og blíö
vorgróður þjóðarinnar.
Send hverri gróðurnál geislana þína,
lát guðlegt vor yfir íslandi skína«.
Austfirslc lconn.
Lu nd.
Erindi, flutt á Akranesi og víðar af
Pórunni Richardsdóttur í Höfn.
Mig langar til að minnast hér dálítið á skapgerð
manna eða lund, hvernig sem mér tekst nú að gera
það svo úr garði, að menn vilji hlusta á það.
Jeg er nú orðin svo gömul, sem mín gráu hár sýna,
og hef gefið nokkuð nákvæmar gætur að þeim, sem