Hlín - 01.01.1933, Síða 88
86
fílin
talað um svalir, leikvöll og ávaxtagarð, sem alt þaif
einnig að vera úr völdu efni í samræmi við hitt.
Minnist jeg því á þessar bækur, að þær færa okkur
heim sanninn um það, að í öllum þessum löndum
finst mönnum pottur brotinn méð skapgerðina, og
vilja reyna að vísa á bestu leiðirnar til að laga hana.
Einnig vildi jeg benda á þessa höfunda, ef einhverjir
vildu athuga þetta síðar, og þá máske kynna sjer
hvað góðir menn hafa sagt um það. —
Þó er það skoðun mín, að vid þurfum hvorki til
Noregs, Bretlands nje Indlands til að sækja meðul við
þessum kvilla. Eitt blessað' góðskáldið okkar hefir
gefið okkur íslenskan lyfseðil i fjórum stuttum lín-
um, sem við ættum að reyna fyrst, en hann er þetta:
»Trúðu’ á tvent í heimi, / tign sem hæsta ber, / Guð
í alheims geimi, / Guð í sjálfum þjer«. — Já, einkan-
lega »Guð í sjálfum þjei-«. — Það trúa nú víst flestir
að meira eða minna leyti á »Guð í alheims geimk,
einhverstaðar balc við alla tilveruna, en að trúa því,
að Guð búi í hverri einustu mannssál — það gengur
ekki eins vel.
En nú skulum við hugsa okkur það, að í hverri
mannssál sje ofurlítið himnaríki, dálítill guðsakur,
sem hver hlutaðeigandi eigi að yrkja og rækta, út-
rýma þaðan öllu illgresi, en skila af honum góðum
þroskuðum ávöxtum. En illgresið er nú margskonar
í akrinum þeim! Langrælcni heitir einn anginn. Menn
eiga bágt með að muna þessi einföldu orð: »Fyrir-
gefið, þá mun yður fyrirgefið verða«. Það er þó gott
fyrirheiti. Jeg veit t. d. um tvíbýliskonur, sem not-
uðu sörnu eldavjel og höfðu margt saman að sælda,
en atvik kom fyrir á heimilinu, sem varð þess vald-
andi, að þær töluðu ekki orð saman svo árum skifti.
Skilja víst allir hvílík þvingun það hefur hlotiö að