Hlín - 01.01.1933, Síða 93
Hlín
91
En uppi á hæsta tindinum hilti undir byggingu eða
hús. Þetta var Ben Nevis, hæsti tindurinn á Gram-
pians-fjallgarðinum, og hæsta fjall á Skotlandi —
á fimta þúsund fet á hæð — en byggingin, sem bar
þar við himinn, var stjörnuturn, reistur þar til að
mæla og rannsaka þaðan gang himintungla. Jeg fjekk
ást á þessu rólega hvíta fjalli, það stakk svo mjög í
stúf við dægurflugurnar á bacistöðinni. Þar var enginn
íui bak við, heldur mótuðust í hugann: Tign, alvara
og festa. Jeg leit þangað á hverjum einasta morgni
eins og Islamstrúarmaður til Mekka — og það varð
einhvernveginn í huga mínum að ímynd góðs og göf-
ugs manns, sem heimurinn með hroka sínum og
heimsku hefði hrakið »út á lífsins eyðihjarn«, en hann
stæði þarna með himinlyftu höföi og heilsteypta slcap-
gerð, í mjallhvítum skrúða hreinleikans eins og
stjörnuturn, sem hafinn er yfir hávaða og skvaldur,
ryk og ranglæti veraldarinnar.
»Svo skyldi karmannslund«.
Jeg verð víst að láta hjer staðar numið. Við þreif-
um í okkar eigin barm og athugum þar hver sína
skapgerðarskúffu, hvort það muni þurfa aö taka nokk-
uð til í henni, því: »Margt býr, margt býr í þokunnk.
Og mu'num hvað Matthías okkar segir, þegar hann
minnist á skapanorn Grettis Ásmundssonar:
»Sú ilsku-kind finst enn á grund,
og er nú skírð af flestum lund«.