Hlín - 01.01.1933, Side 106
104
Hlín
hlýlegur. Hurðin stóð opin upp á gátt, og við sáum
inn í eldhúsið þar sem skíðalogaði undir geysistórum
mjólkurpotti. Mikið af mjólkurílátum stóð úti, og inni
var verið að strokka í tvennu lagi.
Ofan af selsveggnuin stökk stór, mórauður hundur
og gelti að okkur í ákafa og gerði selráðskonunni bylt
við. Þegar hún heyrði þetta gestahljóð, hljóp hún út
og tók okkur tveim höndum.
Selráðskonan hjet Kristín Jónsdóttir og var fiá
Holtastöðum, ung og lagleg stúlka og gleðin sjálf í
konulíki. Það hafði verið flutt í selið fyrir tveim dög-
um, sagði hún, en nú hef jeg gleymt hvað hún sagði
okkur að ærnar væru margar í selinu, en þær hljóta
að hafa verið margar eftir því að dæma, hve mikið
var af mjólkurbyttum og trogum á bekkjum í búrinu.
Baðstofan var lítil með reisifjöl og glugga upp á
þekjuásuðurhlið. Rúm voru undir hliðum, en lítið borð
fyrir stafni, og var þaö nú alþakið með heitu flat-
brauði, nýju smjöri og nógri mjólk og var það okkur
mikils virði.
Á meðan við borðuðum töluðum við og hlógum, sel-
stúlkurnar spurðu eftir öll neðan úr dalnum eins og
þær væru búnar að vera árlangt að heiman, en hugur
þeirra hvarflaði líka við og við til smalanna, sem ekk-
ert Ijetu til sín heyra, og nú var klukkan sjálfsagt far-
in að ganga tíu. Hræddastar voru þær um að smala-
greyin hefðu vilst eða tapað ánum, hvorttveggja var
ilt, en ekkert gátu þær að gert nema bíða átekta, svo
kvöddum við og hjejdum suður í fjöllin, en fundum
ekkert af grösum, alstaðar voru mosaþúfurnar upp-
tættar, auðsjeð að íölk hafði nýlega verið þarna við
grös og leist okkur nú ekki meira en svo á blikuna,
því ofan á þá mæðu að finna engin grösin, vissum við
ekkert hvar við vorum staddar. — Bráðum fundum
við þó í bröttum geira ögn af grösum og nokkru síð-