Hlín - 01.01.1933, Qupperneq 108
106
Hlin
»En því voru foreldrar mínir ekki rík«, spurði jeg
sjálfa mig, »sem vildu svo fegin geta gert öllum gott,
■sem voru einstæðingar og fóru um manna á milli, eða
höfðu á einhvern hátt orðið áttaviltir í heiminum og
orðið þess vegna fyrir ýmsum olnbogaskotum. — En
hvað var jeg nú að hugsa? Voru þau ekki stórrík?
Hafði Guð ekki gefið þeim sterkasta þáttinn í allri
góðvild til annara: samúðina og fórnfýsina? — Jeg
held jeg hafi gleymt mjer, alt í einu fanst mjer jeg
heyra söng og reis upp og litaðist um. Smá-móafugl-
ar voru þarna alt í kring og sungu svo óviðjafnanlega
margraddaðan morgunsöng, því nú var sólin að ryðja
sjer braut gegnum þokumökkinn. Alt stansaði og dró
ekki andann. Stundin var heilög. Bjartir, logandi hita-
straumar fyltu loftið.
Þessi litli þýfði, mór, sem við stóðum nú á, var
eina landið svo langt sem augað eygði — alt annað
var að sjá einn sjór, og við systurnar einu lifandi ver-
urnar þarna, fyrir utan nokkra smáfugla. Við vorum
þarna staddar á eyðiey úti í reginhafi. — Slíka sjón
hafði mig aldrei dreymt um, hvað þá augum litið.
Þeim tilfinningum verður ekki lýst, sem gripu mig
sterkum tökum og fyltu sál mína undrun, lotningu og
tilbeiðslu. — Jeg vissi sem var, að jeg stóð á efstu
gnýpunni á fjallinu og að alt þetta haf var þoka, sem
smáfjaraði burt og altaf komu nýjar og nýjar eyjar
í ljós og ný og ný útsýn birtist. Hulin hönd tók alt í
einu í þokuslæðuna og svifti henni burt, svo að ekki
sást eftir nema einstaka hnoðri, á stöku það, þar sem
enn bar skugga á. Þvílík útsýn sem blasti við okkur!
Þvílík morgundýrð! Öll þau tár, sem þokan hafði grát-
ið um nóttina, voru nú orðin að glitrandi gimsteinum
í ljósi sólarinnar.
ógleymanleg verður mjer þessi morgunstund, með-
an jeg lifi.