Hlín - 01.01.1933, Qupperneq 117
Hlin
115
þar sem fyrst hún mamma mín, blessuð, leiddi okkur
börnin sín í anda að jötunni lágu, sem móðirin með
nýfædda barnið hvíldi í. Með ást og kærleiksríkum
bljúgleik kveikti hún trúarljósið í hjörtum okkar,
kærleikann til litla barnsins, sem fæddist á jólunum,
bróðursins besta og mannvinarins mesta, sem misk-
unsami, himneski faðirinn sendi okkur syndugum
börnunum sínum til frelsunar og sáluhjálpar. Hvergi
finst mjer jeg njóti helgi jólanna eins vel og í hinum
sæluríku endurminningum frá æskuárunum, þá er jeg
enn barn foreldra minna, og ásamt með systkinum
mínum að þroskast og styrkjast í trúnni á hinn helga
atburð, og fyrir aðstoð foreldranna skil jeg það best,
að einungis hið einfalda, saklausa og bljúga hugarfar
barnsins getur rjettilega meðtekið barnið Jesúm í hug
og hjarta, að fyrir trúarsjón barnsins er geisladýrðin
skærust, náðin og kærleikurinn ríkust og efinn eng-
inn. — Já, jeg vona og bið góðan Guð að hann við-
haldi styrkleik anda míns, svo hann þreytist ekki á
fluginu, að jeg á öllurp jólum, sem jeg á eftir ólifuð,
geti brugðið mjer heim til æskustöðvanna og í sam-
búð andans með ástvinum mínum megi endurnjóta
jólagleði ungdómsáranna, að jeg fyrir náð Guðs geti
með þakklæti og stöðugu trúnaðartrausti minst þess,
er jeg var barn, og mamma mín skýrði fyrir okkur
fagnáðarboðskapinn, sagði okkur fallegar sögur, kendi
okkur bænir og vers, útlistaði komu jólaengilsins af
himnum ofan, þá dagarnir væru stystir og myrkrið
svartast og mest, að hann kæmi með svo stórt og geisl-
andi skært Ijós, að það upplýsti allan heiminn, að hann
veitti því eftirtekt, hvernig við börnin hegðuðum okk-
ur, hvort við værum stilt og góð, töluðum ekki Ijótt,
hvort við værum góð við menn og skepnur og alls
kostar Guði þóknanleg.
8*