Dvöl - 01.03.1937, Page 14

Dvöl - 01.03.1937, Page 14
1) V o t. LANDNEMI í ókunnum fjalldal með eldbrunnið grjót sióð einmana björk, hafði fesf sinni rót í bergrauf ó hraungrýtishjalla. Þar lifði hún ókunnug öllum og smá; en innra hún geymdi þá stórhuga þrá að grœða upp auðnina alla. Hún hefði víst getað sýn/t gildari þar, sem gróðurinn ríkti og margnumið var og fylkti sér f)ölmeiðaskarinn En henni var ljúfgra’ að lifa við þraut í landnámi sínu en troða þá braut, sem oftlega’ á undan var farin. Er frostnepjan laufið á liminu sveið, hún lifði í vonum og sumarsins beið, ef gæfi það styrk til að gróa. Er hjúpaðist náttþoku grjótauðnin grá, hún gleymdi því næsta og dreymandi sá, hvar daggir í dagskini glöa. En vorið kom síðla. Hún sífellt var smá, því sólskin var stopult og hlýveðrin fá, sem brostu þar björkinni móti. Hún ætlaði’ að fegra hið fáskreytta allt, en fékk aðeins sannað, að húmið er kalt og erfitt að gröa í grjóti. Þorsteinn Jónsson á Olfsstöðum

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.