Dvöl - 01.03.1937, Síða 35

Dvöl - 01.03.1937, Síða 35
D V 0 L ojí Fjóla, yngri dóttirin, sem á að verða íyrirmynd allra ungra kvenna — en hana á að mennta hér heima — þau eru öll gáfuð, börnin, og eiga að verða rík og hámenntuð. Það veitti nú ekki af að gæta vel að sér. Ef'naða fólkið varð að gera sitt til í uppeldismálunum — það varð að sjá svo um, að þjóðin héldi áfram að teljast til menningarþjóðanna, en eldi ekki upp eintóman alþýðuskríl — ja, það er ljótt að hugsa svona — en það er einnig hryllilegt að sjá uppeldið á börnum 'almenn- ings, það er raun hverri sann- kristinni manneskju. Maðurinn hennar, Sólon Máni, hámenntaður og gáfaður lög- fræðingur, sagði það einu sinni í veizlu, að það væri sannarlega yndislegt að eiga börn með henni, að menn, sem ættu börn með konum eins og henni, gætu verið rólegir, því að börnunum væri vel borgið í höndum slíkrar móður, og Sólon vissi alltaf hvað hann sagði — og hann var elsku- legur maður og ekki mikil hætta fyrir konur að eiga börn með mönnum eins og honum. Frá Máni kipp'ti að sér fót- unum og spennti greipar um kné sér — já, það var einasti skugg- inn, þessi verkamannahús — manninum hennar hafði ekki tekizt að ná kaupum á lóðunum ennþá — það voru leigulóðir — þau höfðu fullan hug á því — 97 þau' ætluðu að láta gera tennis- vöil fyrir hana og börnin, það gat verið lífsskilyrði íyrir fram- tiðina — en því 'varð nú ekki um þokað. Daglega varð hún að horfa upp á þessa eymd, há- værar og hásar alþýðukonur, matjurtagarðana umhverfis húsin, með blóðrauða og nakta moldina á vorin, en þessar gróíu kartöflujurtir, þegar á sumarið leið, og svo hundasúrurnar upp með húsveggjunum — á öllum sviðum var fátæktin og sóða- skapurinn, jafnvel náttúran sjálf var sóðaleg í kringum þetta fólk. Og var þá furða — getur nokk- ur láð henni, þó að þetta fari í taugarnar á henni — hún, sem er svo smekkvís — hún, frúin. Ó! þessar mæður — Jesús, María — andvarpaði frú Máni — en mæður erum við allar kall- aðar. Frúin rétti aftur úr sér og hún leit með skelfingu undan. Drott- inn minn dýri, kemur þá ekki Gróa í Tóftinni með einn kró- ann á handleggnum óg tvo hang- andi í pilsdulunni — já, til hvers er nú að fæða þessi fá- tæku börn af sér. Frúin tók um hjartað — ja, hérna — íátækra-hverfin eru yfirfull af þessum aumingjum, hafði húslæknirinn einu sinni sagt — og frúin stundi af ein- skærri ást til fátæklinganna. Já, er það ekki átakanlegt, fólkið lifir, borðar (þegar það

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.