Dvöl - 01.03.1937, Page 42

Dvöl - 01.03.1937, Page 42
Hvítar gimbrar Þegar vetur víkur frá, vil ég ykkur glaðar sjá fagna vorsins stilltu stund, stíga létt á {rýða grund, laglegar, ljóshærðar, icttfættar og barnslegar. Meðan fögur morgunsól mildar loft og skín á hól, út i grasið grænt á kreik gangið pið sem börn í leik, viðfelldnar, vinsælar, vorglaðar og fallegar. Það mun sælt að sjá í vor sumarfalleg gimbraspor, ykkar hlaup og ykkar dans úti í riki gróandans, gleðispor, gæfuspor, gimbraspor um fallcg vor. Gaman mun að sjá í sveit svona gimbrar standa á beit. meðan tönnin traust og slyng tekur sprottinn nýgræðing, græna beit, góða beit gimbrarbeit í haga í sveit. Meðan lömb sín annast ær, ykkur pað ei truflun fær. Móðursorg er ennpá ei ykkar hlutur, — sussunei. Góð er stund, glöð er stund, gimbrarlund á vorsins stund. Skemmtun í að skoða ég h’nn skúf á nös og var á kinn, eyrnalag og ættarmót, augnaráð og grannan fót, grannan fót, gimbrarfót, góðan fót í klettagrjót. Dást að ykkar yndi ég vil, úti að sjá ég hlakka til, hvítan bol við grænleitt gras, gimbrar með hið létta fas, laglegar, ljóshærðar, léttfættar og barnslegar. 30. des. 1936. Guðmundur Ingi.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.