Dvöl - 01.03.1937, Side 48

Dvöl - 01.03.1937, Side 48
strangt skilyrði fyrir styrknum, að þau kaupi góðar bækur, alveg eins og þarf að vanda til vals- ins á bókunum til Svíanna. Það munu til þau lestrarfélög — og það ótrúlega víða á landinu, — sem kaupa aðallega lélegustu reyfarana, sem út koma, og fólkið les svo til þess að „drepa tímann“. En því fé og þeim tíma er jafnilla varið, sem fer í kaup og lestur slíkra bóka, eins og því væri vel varið, ef um góðar bækur væri að ræða. Hall- dór segir m. a. í fyrrnefndri grein: „Það er svo ennþá, að bækurnar næra allt okkar hug- sjónalíf, en hugsjónalífið er meg- inþáttur hins sanna menningar- lífs. Og enginn er liðgengur í menningarbaráttu þjóðar sinnar og samfélags, án þess að þekkja helztu menningarstrauma sam- tíðar sinnar. Ólesinn maður er ekki liðtækur“. Tillögur prófessorsins og þessa gáfaða alþýðumanns á Vestfjörð- um eiga a. m. k. skilið stuðning þeirra, sem hafa dálitla hug- mynd um, hvað fornbókmenntir vorar hafa verið oss mikils virði meðal erlendra þjóða og hve vin- átta ágætustu frændþjóða vorra er oss dýrmæt. Og þær eiga skil- ið stuðning okkar, sem alltaf finnum betur og betur efti því sem líður á æfina, hve mik- ils virði bækurnar voru — þótt af skomum skammti væru — heima í fámennu fjalladölunum okkar, þegar við vorum að alast þar upp langt frá öllum skóla- bekkjum, öðrum en þeim, sem veittust í lestri bókanna og sam- tali við foreldra, systkini og annað heimafólk — um það, sem í bókunum var. f góðum bókum fá menn fé- lagsskap í kyrrð og næði við marga ágæta andans menn. Or bókunum hefir íslenzk alþýða á liðnum tímum sótt sér þekkingu og þrótt og oft breytt löngum og köldum vetrarkvöldum í ljúfar og farsælar menntastundir, sem hafa orðið „sumar innra fyrir andann, þá ytra herðir frost og kyngir snjó“. Það er rétt, sem eitt af allra vitrustu skáldunum okkar segir á einum stað: Aldrei brugðust bækurnar bóndanum fram til dala, þegar við enga aðra var ómaksvert að tala. V. G. Áhrif uppeldisins. Ef: börn eru hlýðin með hæglætisróm, þau heimilið prýða sem vel ræktuð blóm; en hin, sem að spillast og træðslu cnga fá, þau frjövgast sem illgrcsi veginum hjá, Þorakabitur.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.