Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 48

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 48
strangt skilyrði fyrir styrknum, að þau kaupi góðar bækur, alveg eins og þarf að vanda til vals- ins á bókunum til Svíanna. Það munu til þau lestrarfélög — og það ótrúlega víða á landinu, — sem kaupa aðallega lélegustu reyfarana, sem út koma, og fólkið les svo til þess að „drepa tímann“. En því fé og þeim tíma er jafnilla varið, sem fer í kaup og lestur slíkra bóka, eins og því væri vel varið, ef um góðar bækur væri að ræða. Hall- dór segir m. a. í fyrrnefndri grein: „Það er svo ennþá, að bækurnar næra allt okkar hug- sjónalíf, en hugsjónalífið er meg- inþáttur hins sanna menningar- lífs. Og enginn er liðgengur í menningarbaráttu þjóðar sinnar og samfélags, án þess að þekkja helztu menningarstrauma sam- tíðar sinnar. Ólesinn maður er ekki liðtækur“. Tillögur prófessorsins og þessa gáfaða alþýðumanns á Vestfjörð- um eiga a. m. k. skilið stuðning þeirra, sem hafa dálitla hug- mynd um, hvað fornbókmenntir vorar hafa verið oss mikils virði meðal erlendra þjóða og hve vin- átta ágætustu frændþjóða vorra er oss dýrmæt. Og þær eiga skil- ið stuðning okkar, sem alltaf finnum betur og betur efti því sem líður á æfina, hve mik- ils virði bækurnar voru — þótt af skomum skammti væru — heima í fámennu fjalladölunum okkar, þegar við vorum að alast þar upp langt frá öllum skóla- bekkjum, öðrum en þeim, sem veittust í lestri bókanna og sam- tali við foreldra, systkini og annað heimafólk — um það, sem í bókunum var. f góðum bókum fá menn fé- lagsskap í kyrrð og næði við marga ágæta andans menn. Or bókunum hefir íslenzk alþýða á liðnum tímum sótt sér þekkingu og þrótt og oft breytt löngum og köldum vetrarkvöldum í ljúfar og farsælar menntastundir, sem hafa orðið „sumar innra fyrir andann, þá ytra herðir frost og kyngir snjó“. Það er rétt, sem eitt af allra vitrustu skáldunum okkar segir á einum stað: Aldrei brugðust bækurnar bóndanum fram til dala, þegar við enga aðra var ómaksvert að tala. V. G. Áhrif uppeldisins. Ef: börn eru hlýðin með hæglætisróm, þau heimilið prýða sem vel ræktuð blóm; en hin, sem að spillast og træðslu cnga fá, þau frjövgast sem illgrcsi veginum hjá, Þorakabitur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.