Dvöl - 01.03.1937, Page 62

Dvöl - 01.03.1937, Page 62
124 D V ö L aja, sem lifði þar í hagsæld og að mestu í friði fyrir öðrum þjóðum. Eyjarnar höfðu um langt skeið verið undir yfirráðum Þjóð- verja, en hvítir menn höfðu þó ekki fest þar rætur. — Yfirráð Japana eru meira en formsatriði. Á átján árum hefir frumbyggjum eyjanna fækkað úr 50 þús. niður í 25 þúsund, og Japönunum fjölgað úr v500 upp i 50 þúsund. Það er því fullséð, að brúni mað- urinn verður horfinn eflir fá ár á þessum slóðum, fvrir flóðöldu hins gula kynstofns. Tibet fær nýjustu tækni. Panchen Lama er snúinn heim til Tibet eftir 12 ára útlegð í Kína, og ætlar hann nú að „modernisera“ land sitt. I Tibet eru rúmlega 3000 klaustur, og þessi klaustur hafa í sex eða sjö aldir safnað að sér miklum auð- æfum í hreinu gulli og er talið að verðmæti þess sé um 550 miljónir króna. Panchen Lama, semer hvorttveggja i senn, kirkju- legur og veraldlegur stjórnandi, þó undir yfirstjórn Kína, hefir nú ákveðið að verja nokkru af þessu fé til þess að kaupa bif- reiðar, flugvélar, útvarpstæki, vélar til framleiðslu raforku og yfirleitt nýjuslu tækni vestrænn- ar menningar. Amerískur flug- maður hefir verið ráðinn til þess að flytja gullið í flugvél til Tai- juanfu í Kína, en þaðan verður það flutt með járnbraut til hafn- arborganna og síðan til Banda- ríkjanna, en þar eru innkaupin gerð. Góður tekjustofn. Bretar fiytja inn brennsluolíur af ýmsum tegundum fyrir 470 miljónir króna á ári, og er með- alverð kr. 55,50 pr. tonn. Áður en þessar olíur eru seldar, verð- ur að greiða af þeim hvorki meira né minna en 800 miljónir króna í allskonar tolla, sem ganga til þess opinbera. Nálægt 500 mil- jónir króna af þessum tollum ganga lil Vegasjóðs (Road Fund) og um 300 miljónir beint í ríkis- féhirzluna. Þannig er líka hægt að vinna lönd. Japanir hafa ákveðið að flytja 5 miljónir japanskra bænda til Manchucuo á næstu árum. Tryggja þeir sér þannig yfirráð landsins, en það er sem kunnugt er jap- anskt leppríki, en um leið létta þeir á sínu yfirfulla landi, og skapa stofnmöguleika fyrir land- vinninga- eða varnarher í hinu nýja landi, sem áður tilheyrði Kína og liggur milli þess og Síberíu. Kennari; Borðum við kjötið af hvölunum ? Nemandi: Já. Kennari: Og hvað gerum við þá við beinin ? Nematidi: Við leggjum þau bara á diskinn hjá okkur,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.