Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Síða 11
11
aðar einvörðungu við iestrarkennsluna. En svo góðar
sem pær eru til pess, sem pær eru ætlaðar, pá eru pær
alveg óhæíilegar kennslubækur í lestri. Enda er óparfi
að brúka pær; við höfum nóg af stafrófskverum og
peim allgóðum; tel jeg bezt peirra stafrófskver eptir Jón
alpm. Ólafsson.
Eptir að búið er að kenna að pekkja stafina, er
farið að kveða að, og er sjálfsagt að byrja á tveggja
stafa orðutn, og bæta svo við fleirum og fleirum, eins
mörgum og kveðið verður að í einu (o: í einni sam-
stöfu). Æfingum í framburði sjerstakra samstafna verð-
ur að halda áfram, pangað til nemandinn er orðinn vel
leikinn í pví að bera pær fram; ef byrjað er að iesa
samfellt mál of snemma, er pað að eins til hindrunar
og tefur fyrir barninu; pað les pá hikandi, verður að
nema staðar til að hugsa sig um, stamar og margtekur
upp sama orðið. J>etta „staut“ tekur langan tíma, og
framfarirnar verða ofur hægar. En sje barnið látið pá
fyrst byrja að lesa sainfellt mál með orðum, er rnörg
atkvæði eru í, pegar pað er orðið vel ieikið í að bera
fram einstakar samstöfur, stuttar og langar, pá gengur
pað sem á eptir fer, svo sem af sjálfu sjer, og barnið
les reiprennandi eptir stuttan tíma.
En pó að nemandinn hafi lært að lesa reiprenn-
andi, pá er allt enn ekki fengið. Takmarkinu er ekki
náð, pó að hann geti pulið upp úr bókinni viðstöðu-
laust öll pau orð sem par standa í rjettri röð ; liann
verður einnig að lesa svo, að hann sJcilji sjálfur og
aðrir sJdlji Jiann. þetta verður optast nær samfara;
peir, sem lesa svo, að aðrir skilja ekki, skilja venjulega
ekki sjálfir, hvað peir fara með.
J>að verður pví í tíma að benda böruum á, en
einkum láta pau gjöra sjálf grein fyrir meiningunni í
pví, sem pau lesa. Og pað sem lesið er, verður að vera