Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Qupperneq 21
21
stofnunum, þar sem fátæk og föðurlaus börn fengu upp-
eldi og fræðslu. pessar stofnanir urðu opt mjög um-
fangsmiklar og á peim risu upp fyrirmyndarskólar, bæði
fyrir drengi og stúlkur. J>essum skólum var stjórnað
af afbragðsmönnum, pangað söfnuðust fjölda margir
nemendur, sem tóku miklum framföruin, en pó fór öll
alpj’ða á mis við uppfræðsluna; pessir skólar náðu eigi
til liennar, önnur menntun náði eigi til liennar, en hin
litla kristindómsfræðsla og kannske lítið eitt lestur og
skript. |>að var ekki skemmtileg tíð fyrir bændur og
almúga frá 1550 til 1780. J>eir voru fyrirlitnir og kúg-
aðir af hrokafullum og eigingjörnum aðalsmönnum, og
jafnvel seldir eins og fjenaður. |>egar svo bættist ofan
á, að stjórnin var í höndum heimskra og drottnunar-
gjarnra einvaldskonunga, sem álitu að fólkið væri til
fyrir konungdóminn, og flæktu löndin í stríð livort við
annað, pá var pað ómögulegt og ósamrýmilegt, að al-
pýðumenntun gæti verið til undir slíkum kringum-
stæðum.
Á ofanverðri öldinni sem leið, komu fram margir
menn, sem töluðu máli alpýðunnar; peir komust við af
pvi, hvað liún átti bágt, og vildu fegnir bæta kjör henn-
ar, en peir sáu líka jafnframt meðul til pess, sem vora
innifalin í pví, að liún fengi jafnrjetti við aðrar stjettir
og að uppeldi hennar og fræðsla yrði bætt. Margir
mannvinir rituðu mikið um petta livorutveggja, og pað
bar pann ávöxt, að ýmsir stjórnendur og hinir beztu
menn gáfu uppeldis- og uppfræðslumálunum rnikinn
gaum. Stjórnarbyltingin mikla á Frakklandi pokaði
málunum drjúgum áfram, par sem liún miskunarlaust
jafnaði allan stjettamismun og hugmyndir liennar
bárust fljótt út urn löndin. Nú varð mönnum enn pá
Ijósara að vellíðan, framfarir og menning hverrar pjóð-
&r er komin undir pví, að uppeldi og fræðsla æskulýðs-