Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Qupperneq 60
60
um kirtlum á leiðinni um þennan veg. Nú er því svo
varið, að sumir af þessum vökvum eru enn eigi komnir
á rás hjá ungbarninu; þannig síjast enginn munnsafi í
munninn á ungbarninu og heldur enginn safi úr hinum
svonefnda »magakirtli«, en báðir þessir vökvar hafa það
ætlunarverk á hendi, að breyta öllu sterkjuefni (stívelsi)
í sykurefni. Sje því sterkjuefni í þeirri fæðu, sem ung-
barni er gefin fyrstu 3 eða 4 mánuðina, þá verður alls
ekkert úr þeirri efnisbreyting sterkjuefnisins, sem er al-
veg nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að barnið hafi nokk-
ur not af fæðunni. Af þessu kemur það, að t. a. m.
allur brauðmatur, kartöflur, tvíbökumatur, grautur
o. s. frv. kemur ungbarni á áðurnefndu reki að alls
engu gagni; það fer niður af barninu án þess að líkam-
inn liafi haft minnstu not af, já meira að segja, barnið
hefur beinlínis illt af slíkri fæðu, því hún orsakar ó-
reglu á meltingunni og öll óregla á henni er mjög skað-
leg fyrir ungbarnið.
J>að ríður því mjög á því, að allar mæður hafi það
hugfast, að næra eigi ungbarn sitt á því, sem það sam-
kvæmt eðli sínu eigi á hægt með að melta, heldur á
þeirri fæðu, sem náttúran bendir öllum á, aðsjesúeina
og rjetta fæða, sem barnið á heimting á að því sje gef-
in, og það er brjóstamjólkin. í henni eru samansöfnuð
öll þau efni, sein ungbarninu eru svo bráðnauðsynleg
til þess að líkaminn geti dafnað sem bezt, og náttúran
hefur samblandað næringarefnunum í mjólkinni í sem
haganlegustum og beztum hlutfóllum hvers til annars.
J>að ætti því að vera hin helgasta skylda hverrar
móður, að hafa barn sitt á brjósti; það er bæði barninu
og lienni sjálfri fyrir beztu. En þess ber að geta, að
það kemur eigi all-sjaldan fyrir, að móðirin á eigi liægt
með að hafa barn sitt á brjósti, og það er sjerstaklega
þegar svo stendur á, sem jeg vil alvarlega br/na fyrir