Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Síða 70
70
rjettláta. Sje pað eigi, er liætt við að hann missi meir
en hann vinnur.
Til þess að geta hetrað spillt barn, verður kennar-
inn fyrst og fremst að afla sjer virðingar pess og ástar,
en pessa aflar hann sjer einkum með pví, að barnið
sjái pað á öllu atferli hans, að hann refsar ekki í reiði
■eða til að hefna sín á nokkurn hátt, heldur til að frelsa
pað úr hættu, ogafpví að hann finnurekkert ráð betra
til pess en refsinguna.
]pað er sjálfsögð saga, að milda sjálfsafneitun og
sterkan og einlægan vilja parf til pess að geta jafnan
verið stilltur og polinmóður, svo að bráðlyndið fái aldrei
jfirhönd lijá honum. En sá kennari, sem hefur sterka
iöngun til að starf sitt geti borið ávöxt, mun varla
horfa í pað, pótt hann purfi nokkuð á sig að leggja til
pess að geta stjórnað sjer; svo pýðingarmikið er pað
fyrir starf hans.
Kennarinn þarf að vera orðheldinn og ein-
heittur.
Vjer vitum allir, hversu áríðandi pað er í mann=
fjelaginu, að hver megi fulltreysta. annars orðum. f>að
er einn hinn mesti ókostur að vera óorðheldinn. Barn-
ið heimtar — og pað hefur rjett til pess — að pað
megi fullkomlega treysta pví, sem kennari pess hefur
sagt eða lofað ; en til þess að pað geti gjört pað, parf
kennarinn jafnan að forðast að segja við barnið eða í
áheyrn pess, nokkuð annað en pað, sem hann veit að
satt er, og aldrei lofa pví öðru en pví, sem hann hefur
fullráðið að efna. Ef kennarinn segir barninu eitthvað,
er liann síðar sjer að eigi hefur satt verið, pá á liann
sjálfsagt að leiðrjetta pað í áheyrn barnsins, eða ef hann
hefur lofað pví einhverju, sem hann eigi getur efnt,
hversu feginn sem hann vildi, á hann að segja barninu