Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 74
74
koma á strangri reglu í skólanum, byrja hvern tíma
með mestu kyrrð sjálfur og láta pað ylir höfuð vera að
hyrja kennslustundina með pví að skipa börnunum að
þegja, heldur setjast rólegur og þegjandi í sæti sitt, og
horfa á þau börnin, sem ókyr eru, og byrja ekki kennslu
fyr en fullkomin kyrrð er komin a; hann parf að hætta
undir eins kennslu, ef eitthvert barn vekur óróa eða
tekur ekki eptir, meðan á kennslunni stendur, og blína
á óróabelginn fáein augnablik, þangað til hann er apt-
ur farinn að taka eptir, og halda síðan áfram kennsl-
unni, eins og ekkert hefði í skorizt1; hann þarf að hafa
sjerstaklega auga á þeim börnum, sem sízt taka eptir,
og spyrja þau hinum fremur; liann þarf að reyna til
að gjöra kennsluna svo skemmtilega og ljósa, að hún
veki athuga og áhuga barnanna; hann þarf að hvíla
börnin litla stund, þegar hann sjer að þaa eru farin
að þreytast, og lofa þeim að hressa sig, t. d. með því
að syngja kvæði eða lireifa sig lítið eitt; hann má eigi
bæla niður eða kefja glaðlyndi barnanna, þegar engin
brýn þörf krefur þess, og hann má eigi að nauðsynja-
lausu gjöra lilægilega yíirsjón nokkurs barns hjá hinum
börnunum.
Kennarinn Jmrf að vera rjettlátur og sanngjarn
í lcröfum sínum.
Börn gefa nákvæmar gætur að kennara sínum, og
þau sjá eigi í gegnum fingur við hann, þegar lionum
sjest yfir, lieldur þykir þeim gaman að því að tala um
galla hans og yfirsjónir sín á milli og við vini sína. Sízt
1) Augna-aginn hefúr næsta mikla þýðing, til þess ab halda
við kyrrð í skóianum; hann er umsvif'alítið en mikilvægt með-
al, sem kennarinn hefúr í hendi sinni, til þess að komast hjá
hávaða og hótunum, ef hann lcann að nota hann á rjettan hátt
og á rjettum tíma.