Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Qupperneq 86
86
og til greint, liver kennsluáhöld sje nauðsynlegt að
hafa við livern skóla.
7. Laun kennara voru ákveðin: 500 kr. á ári handa
hreppaskóla-kennurum, en umgangskennarar 50 kr.
á mánuði, auk fæðis, þá mánuði, sem á kennsl-
unni stendur. Laun kennara við hjeraðaskóla eiga
að vera 1000 kr. á ári; pó dregst eptirgjald jarðar-
innar frá launum pessum, ef hann hefur jörð til
ábúðar.
8. Sjerstök ákvæði eru um hegðum kennaranna og
skyldur peirra.
9. Um slcipun kennara er svo ákveðið, að enginn
geti orðið skipaður kennari, nema hann hafi aflað
sjer peirrar menntunar, sem til pess er uauðsynleg,
og er próf við kennaraskóla gert að skilyrði fyrir
pá, sem ekki hafa á annan hátt sýnt að þeir sjeu
dugandi kennarar.
10. Um heilnœmi eru sjerstök ákvæði, svo sem um
hreinlæti, hversu fara skuli að, ef sjúkdómar koma
upp í skólum o. s. frv.
11. Kennaraskólar skulu vera tveir fyrir land allt.
Kennslugreinir í peim eru: uppeldisfræði (Pædago-
gik), guðfræði, íslenzka, danska, enska, saga, landa-
fræði, tölvísi, heilbrigðisfræði, yfirlit yfir lands-
stjórnarhætti, náttúrufræði, söngur, teiknun og
leikfimi.
Námstíminn er 1 skólum pessum 3 ár fyrir
hreppaskólakennara, en 4 ár fyrir kennara við hjer-
aðaskóla.
Laun kennara við kennaraskóla greiðast úr lands-
sjóði.
12. Kostnað við kennslu í hreppum hera hrepparnir
sjálfir. Hjeraðaskóla skal kosta af hreppasjóðum og
sýslusjóðum, og par að auki veita þeim úr lands-