Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 88

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 88
88 kunnátta í rjettritun, skript og reikningi er gjörð að skilyrði fyrir fermingu. Frumv. til laga um unglingakennslu: 1. Úr landssjóði skal árlega veita 20,000 kr. til að styrkja almenna unglingakennslu í landinu, og skiptir landsliöfðingi pessu fje milli sóknarfjelag- anna eptir fólksfjölda. 2. Fjenu, sem sóknarnefndir fá til umráða, skal varið til að veita kennslu í rjettritun, reikningi, landa- fræði, heilbrigðisfræði og uppeldisfræði. 3. Ef fjevant verður til kennslu pessarar, er sóknar- nefnd heimilt að jafna niður pví er á vantar, sem nefskatti á alla sóknarmenn, eldri en 16 ára, pá er sjálfbjarga eru. Enn fremur eru ákvæði um próf og kennslu- bækur, sem landsstjórnin á að sjá um að út sjeu gefnar, ef vantar. * * * Lagasmíði um menntunarmál er mjög mikið vanda- verk, og vandinn ekki minnstur sá, að binda lagaákvæð- um allt pað, er nauðsynlegt er að setja lög urn, án pess pó að binda pað lögum, sem menn eiga að vera sjálfráðir nm. pví hefur jafnvel verið haldið fram, að öll löggjöf um menntamál alpýðu sje ýmist ópörf eða gjörræði, ofmikil skerðing á frelsi manna, pví að hver verði að vera sjálfráður um pað, ekki einungis hvernig hann láti fræða börn sín, lieldur og hvort hann yfir höfuð að tala vilji láta pau læra nokkuð eða ekkert. J>essi skoðun á nú, sem betur fer, fáa talsmenn; en um hitt er stöðugt práttað, hvað eigi að lögbjóða. ^Mönnum hlýtur að koma saman um, að par sem ríkisskipun og stjórnarháttum er svo varið, að meiri eða minni kröfur eru gerðar til pekkingar og menntunaral-

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.