Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Side 93

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Side 93
 93 að eyða tíma til að búa þær til, sem er mikið vanda- verk. Samkvæmt því, sem lijer er tekið fram að framan, verður það ekki stjórnarinnar eða löggjafarvaldsins eins, að bera umhyggju fyrir menntun alþýðu; heldur ekki verður það á valdi alþýðunnar sjálfrar að öllu leyti, hvernig hún vill liaga uppeldis- og kennslumálefnum sínum. pjóð og stjórn haldast í höndur og vinna sam- an að því verki, sem er mesta velferðarmál landsins, og svo mun það bezt fara. Ef alþýðan er ein um kituna, er hætt við, að liún verði of sljó í ýrnsum framkvæmd- um til framfara, og láti sjer nægja of lítið ; ef hún ætti ein að dæma í sjálfrar sín sök, er liætt við, að henni sæist yfir galla og lýti, sem aðrir óviðkomandi sæju betur, og sem hægt væri að ráða til bóta með lítilli fyrirhöfn; lienni myndi og veita örðugt sakir vankunn- áttu og fjeleysis að gera nokkrar verulegar endurbætur. En tæki landstjórnin aptur á móti öll kennslu- og upp- eldismálefni að sjer að öllu leyti, og vildi stjórna þeim á eigin hönd, svo að alþýðan sjálf yrði afskiptalaus um þau, þá er víst, að áhugi alþýðu dofnaðij og hún myndi innan skamms skoða þetta mál sjer óviðkomandi, jafn- vel fá óbeit á því, og þá væri illa farið; því að án á- huga og velvilja alþýðunnar sjálfrar — ef hún vill ekki leggja fje í sölurnar til framfara börnum sínum og eptirkomendum,—er það torvelt, ef ekki ómögulegt, fyrir nokkra landstjórn að lirinda þessu máli í viðunanlegt horf. En af því að sá þáttur, sem landstjórnin eða lög- gjöíin á að eiga í menntunarframförum þjóðarinnar, er svo stórvægilegur, þá er það skylda löggjafarvaldsins að vinna sem rækilegast að því að sínu leyti, að verulegra endurbóta verði ekki lengi að bíða, og það gerir það með því að semja og samþykkja góð lög um menntun

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.