Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 25
1948-63, í stjórn Búnaðarsambands Kjalarnesþings 1963-78, og í stjórn
Búnaðarfélags íslands frá 1968-79. Þá var Einar fulltrúi Búnaðarsambands
Kjalarnesþings við stofnun Stéttarsambands bænda 1946 og kosinn þar í
stjórn og sat þar til ársins 1969. Heildarsamtökin þ.e. Búnaðarfélag íslands
og Stéttarsamband bænda kusu Einar svo til ýmissa trúnaðarstarfa sem
hann gegndi meira og minna fram yfir 1980. Ennfremur má telja Uthlutun-
arnefnd jeppabifreiða 1947-1955, Framkvæmdanefnd Framleiðsluráðs
1947-69, Sexmannanefnd 1959-1977. í stjórn Bændahallarinnar
1964-1981. Pá var Einar kjörinn heiðursfélagi í Mjólkursamlagi Kjalar-
nesþings, Jarðræktarfélagi Reykjavíkur og Búnaðarfélagi Islands og Vigdís
forseti sæmdi hann hinni íslensku fálkaorðu fyrir félagsmálastörf.
Vinsældir Einars voru einnig á fleiri sviðum því alls staðar ávann þessi
maður sér traust fólks af öllum stéttum og stigum. Hér ma nefna að hann sat
í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1940-44 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gætti
pólitískra hagsmuna flokksins hvarvetna þar sem hann var til kvaddur.
Trúnaðarstörf þau sem hann gegndi fyrir Stéttarsamband bænda voru
margvísleg og vandasöm, einkum í Framleiðsluráði við verðlagningu
búvara og í skyldum hagsmunamálum bændastéttarinnar. Naut Einar ávallt
óskoraðs trausts bænda um land allt og lagði sig fram um að bændastéttin
gæti rétt úrséreftirþúsund ára þrældóm íþessu landi. Hann átti margagóða
bandamenn í öllum flokkum í þeirri hugsjón, og hiklaust má telja að
takmarkiö hafi náðst enda þótt syrt hafi að um stund á síöustu tímum.
Islenskir bændur eru þess minnugir að um miðja öldina fór verulega að
rofa til í efnahagsmálum bænda undir forystu vaskra manna úr öllum
héruðum landsins, án tillits til stjórnmálaskoðana. Einarskipaði sér í flokk
þessara framsýnu baráttumanna. Þjóðin fagnaði og skildi nauðsyn þess, að
sjálfstæði þjóðarinnar byggðist á því ekki síst að brauðfæða íslendinga og að
bændastéttin fengi að njóta svipaðra lífskjara og aðrar stéttir í landinu.
Félagsmálaferill Einars, líf hans og ævistarf var eftirtektarvert og óvenju-
legt. Ég átti þess kost að vera samferðamaður hans í félagsmálum alla mína
búskapartíð frá 1947. Þau fóru ekki framhjá neinum tilþrif hans á fundum
og framgangur mála er honum var trúað fyrir. Hann var hvatning ungum
mönnum til dáða og laðaði fram heilbrigðan metnað. Þrátt fyrir það að
hann var glaðbeittur fundarmaður og málafylgjumaður mikill, kunni hann
sér ávallt hóf, einkum í samskiptum sínum við sér yngri menn, en gat verið
harður í horn að taka og erfiður þeim er mikið fundu til sín.
Einar var góður ræðumaður, skýr í hugsun og fór létt með tölur í
ræðustól, rómsterkur og hnyttinn í tilsvörum, einkum ef gripið var frammí
fyrir honum. Undir alvörusvip var grunnt á glettni ef því var að skipta.
Hann var vinsæll og naut virðingar allra sem hann starfaði með, hvar í flokki
sem menn stóðu, enda drengskaparmaður og mat ekki síður mikils
drengskap annarra. Á seinni árum sat hann á friðarstóli í Bændahöllinni,
XXIII