Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 81
Sauðfjárrœktarnefnd. I samræmi við hin nýju búfjárræktarlög kaus
Búnaðarþing 1990 nýja sauðfjárræktarnefnd. Sú breyting varð á við laga-
setninguna,að í henni skulu sitja 2 sauðfjárbændur og 2 héraðsráðunautar,
en sauðfjárræktarráðunautur B.í. erformaður. í nefndinni eiga nú sæti auk
mín, Hjalti Gestsson, Selfossi, ÓlafurG. Vagnsson, Hlébergi, Eyjafjarðar-
sveit, Lárus Sigurðsson, Gilsá í Breiðdal, og Björn Birkisson, Birkihlið í
Súgandafirði. Ritari nefndarinnar er Ólafur R. Dýrmundsson. Nefndin hélt
tvo fundi á árinu. Hinn fyrri var haldinn í Bændahöllinni 12. júní. Á þeim
fundi var mest fjallað um samningu reglugerðar við hin nýju búfjárræktar-
lög og starfsreglur fyrir sauðfjárræktina. Síðari fundurinn var á Hesti 19.
september, þar sem farið var yfir skiptingu hrúta milli sæðingarstöðva,
nokkrar ákvarðanir teknar um styrkgreiðslur til fjárræktarfélaga, dóms-
skala á hrútasýningum og einkunnagjöf í afkvæmarannsóknum. Auk þess
var skoðað féð á Hesti.
S.l. sumar og haust vann ég að samningu reglugerðar við búfjárræktarlög-
in ásamt Jóni V. Jónmundssyni og Ólafi R. Dýrniundssyni, og skiluðum við
drögum til búnaðarmálastjóra í desember.
Hljóðmyndir og kynbœtur. I upphafi árs veitti Minningarsjóður Halldórs
Pálssonar Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Búnaðarfélagi íslands
styrk til kaupa á hljóðmyndatæki (ultrasonic scanner) til mælinga á fitu- og
vöðvaþykkt og fósturtalningar í sauðfé. Frá tildrögum þessa var greint í
starfsskýrslu minni á fyrra ári. Vísindasjóður veitti mótframlag til tækja-
kaupanna og til rannsóknar á notagildi þeirra við kjötkynbætur, sem fram
fer á Hesti og Keldnaholti næstu þrjú ár. Jafnframt þeirri rannsókn
ferðaðist ég í haust með tækin eins og kostur var og mældi lömb hjá
allmörgum bændum. Þótt reynslan af þessum mælingum sé enn af skornum
skammti hér á landi, er nokkuð ljóst, að þær geta aukið að mun nákvæmni í
vali líflamba, þegar um er að ræða að greina á milli vöðvasöfnunar og fitu í
einstökum lömbum. Starf þetta hefur þegar vakið svo mikla athygli, að nú
þegar hafa mörg búnaðarsambönd og fjárræktarfélög í hyggju að kaupa og
reka svona tæki í félagi.
Fundir og ferðalög. S.l. haust var ég 20 daga samfellt á ferðalagi vegna
sauðfjársýninga og afkvæmarannsókna. Auk þess ferðaðist ég 6 daga eða
dagparta fyrr á árinu vegna hrútaskoðunar fyrir sæðingarstöðvarnar. Þann
21. apríl sat ég fund í fjárræktarfélaginu Þistli í tilefni 50 ára afmælis þess,
færði félaginu gjöf frá B. í. og flutti erindi. Þistill er nú elzta fjárræktarfélag á
landinu með samfellda starfssögu og hefur efalítið haft víðtækari áhrif á
fjárrækt í landinu en nokkurt annað fjárræktarfélag. Með mér í för voru
Hjalti Gestsson, Ólafur G. Vagnsson og Stefán Sch. Thorsteinsson, en hún
55