Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 207
GREINA R GERÐ:
Skömmu fyrir og eftir síðustu aldamót mun hafa farið fram skráning á
landamerkjum jarða.
Síðan hefur margt breytzt. Merki fyrnast í tímans rás, oft fyrr en menn
varir. Vatnsföll breyta farvegum, og tilgreind merki veðrast og týnast. Nýir
og ókunnugir eigendur hafa misjafnt álit á orðalagi, áttum og kennileitum,
sem skráð eru í landamerkabréfum.
Með skýrum landamerkjum og kunnugleika á þeim má koma í veg fyrir
margháttaðan ágreining um landam’erki og þau gögn og gæði, sem einstök-
um jörðum fylgja, svo sem hlunnindi, sameiginleg afnot og réttindi, ítök
o.fl.
Á 6. og 7. áratugnum var mörgum jörðum skipt vegna stofnunar nýbýla á
hluta af þeim. Landamerki nýbýlanna munu í sumum tilfellum aðeins skráð
í gjörðabókum Nýbýlanefnda.
Mörg þessara nýbýla hafa nú sameinazt upphaflegu jörðinni aftur án
þess, að það hafi verið formlega afgreitt eða skráð. Þá hafa aðrar jarðir
verið sameinaðar án þess, að það hafi verið skráð.
Skipti á jörðum hafa farið fram, en formleg skráning landamerkja ekki
verið gerð.
Búnaðarþing leggur til, að leitað verði til búnaðarsambanda og héraðs-
nefnda um að hafa forgöngu um verkið heima fyrir, til dæmis í samvinnu við
sveitarstjórnir og búnaðarfélög.
Að fenginni reynslu af því fyrirkomulagi, sem hér er lagt til, verði síðan
athugað, hvort finna þarf annað form á framkvæmdina og/eða breyta lögum
nr. 41 1919 eða lögfesta viðauka við þau.
Mál nr. 21
Erindi Búnaðarsambands Suðurlands um skógrœktarmál.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing skorar á Skógrækt ríkisins að vinna ötullega að iðnskóga-
verkefni því, sem hafið var á Suður- og Suðvesturlandi á s.l. ári. í ljós hefur
komið, að ekki hefur tekizt að fylgja málinu eftir í samræmi við þá bjartsýni,
sem ríkti, þegar verkefnið fór af stað.
Búnaðarþing telur brýnt, að vegna minnkandi umsvifa í hefðbundnum
landbúnaði verði leitazt við að færa skógræktarstörf í auknum mæli til
bænda.
181