Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 139
armið og sjónarmið varðandi virkari leiðbeiningaþjónustu, þar sem í hlut
eiga stofnanir bænda. Afstaða hefur aðeins verið tekin til tækjabúnaðar, en
þar var sú stefna mörkuð, að búnaðarsamböndin og Búnaðarfélagið byggðu
sinn búnað upp í kring um PC-samhæfðar tölvur. Þetta gildir raunar einnig
um bændaskólana og RALA.
Ég annaðist uppgjör á notkun eignaraðila (BÍ, Framleiðsluráðs og
Stéttarsambands) á sameiginlegum tölvubúnaði. Samkvæmt mælingu á
notkun þeirra á árinu 1990 skiptist rekstrarkostnaður í eftirfarandi hlutföll-
um: BÍ 44,5% (45,2), FL 48,5% (46,0) og SB 7,0% (8,8). Tölur í sviga eru
frá 1989.
Búnaðarfélagið annaðist tölvuvinnslu fyrir Landssamband hestamanna-
félaga. Einnig sá það um tölvuvinnslu mjólkurefnamælinga fyrir Rannsókn-
arstofu mjólkuriðnaðarins eins og undanfarin ár.
Ákveðið var að halda áfram þeirri endurnýjun á sameiginlegum tölvu-
búnaði bændasamtakanna (BÍ, FL og SB), sem hafin var í ársbyrjun 1989
með kaupurn á AS400 (B10) tölvu frá IBM. Gengið var frá kaupum á
annarri AS400 tölvu — ClO-gerð í haust. Framleiðsluráð hefur á árinu flutt
sína vinnslu á fyrri véiina, en Búnaðarfélagið hefur nú síðustu vikurnar
unnið að því að flytja sín gögn yfir á nýju vélina. Áformað er að samtengja
AS400 tölvurnar þannig, að þær myndi eina vinnsluheild nú í janúar, og þar
með verði eldri tölvan, IBM S/36, tekin úr notkun. Gengið var frá sölu á
þeirri vél ásamt segulbandsstöð í árslok. Diskrými á AS400 tölvunum er nú
945+1270 Mb og vinnsluminni 8 og 12 mb.
í lok ársins var tekin ákvörðun um að koma upp tölvuneti til að samtengja
einmenningstölvur og prentara innan veggja BI, auk þess að endurnýja þær
tölvur, sem notaðar eru við ritvinnslu á vegum félagsins. Áformað er, að
þetta nýja tölvunet verði samtengt AS400 tölvunum. Ákveðið var að setja
upp netkerfi af Novell-gerð, sem er allsráðandi á markaðnum og m.a. í
notkun hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og Hagþjónustu landbúnaðarins.
Lagnakerfið er af gerðinni Ethernet. Samið var við fyrirtækið Microtölv-
una, sem er umboðsaðili fyrir Novell og hefur lengsta reynslu hérlendra
fyrirtækja af uppsetningu þeirra kerfa. Uppsetning kerfisins er áformuð á
næstunni. Gert er ráð fyrir netmiðstöð eða netþjóni með 8 Mb minni og 600
Mb hraðvirkum diski.
Forðagœsla.
Ég hafði umsjón með úrvinnslu forðagæsluskýrslna eins og undanfarin
ár. Helstu niðurstöður úr skýrslunum birtust í maíhefti Hagtíðinda og í 21.
tbl. Freys. Jafnframt vorubirtar niðurstöður úr búfjártalningunni, sem gerð
var í apríl 1989.
í október og nóvember fór ég á fundi með forðagæslumönnum og
ráðunautum í Kjalarnesþingi, Pingeyjarsýslum, Strandasýslu, ísafjarðar-
113