Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 122
Byggingar- og bútækni
Forstöðumaður Byggingaþjónustu
Magnús Sigsteinsson
Teiknistofa sett á stofn. í ársbyrjun fóru fram
viðræður milli Búnaðarfélags Islands og
Stofnlánadeildar landbúnaðarins um það, að
B. í . setti á stofn teiknistofu fyrir landbúnað-
inn í framhaldi af þeirri ákvörðun Stofnlána-
deildar að hætta rekstri Byggingastofnunar
landbúnaðarins á miðju ári 1990. Þróuðust
þau mál þannig, að ákveðið var, að B.í.
starfrækti teiknistofu í því húsnæði, sem
mundi losna á annarri hæð Bændahallarinn-
ar, þegar Búreikningastofa landbúnaðarins
hætti störfum. Samkomulag varð við Stofn-
lánadeild um, að B.I. fengi án endurgjalds teikniborð, teikningaskápa og
ýmsan húsbúnað frá Byggingastofnun landbúnaðarins og einnig ýmis
mikilvæg gögn og teikningar, sem þar voru til. B.í. samdi þá enn fremur við
Sigurð Sigvaldason, verkfræðing, sem lengi hefur starfað hjá B.L. og áður
hjá Landnámi ríkisins, um að hann kæmi til starfa við teiknistofu B.I. og sæi
um gerð burðarvirkisteikninga.
Segja má, að teiknistofa B.I., sem formlega fékk nafnið Byggingaþjón-
usta Búnaðarfélsgs Islands (skammstafað B.B.I.). hafi byrjað starfsemi
sína 1. maí 1990. Frá þeim tíma var ég ráðinn forstöðumaður teiknistofunn-
ar og EysteinnTraustason, tækniteiknari, kom tilstarfa. SigurðurSigvalda-
son sá um gerð burðarvirkisteikninga í þau hús, sem hér voru teiknuð,
jafnframt því að ljúka störfum sínum hjá B.L. Sigurður kom til fullra starfa
hjá B.B.Í. 20. ágúst. Býð ég þá Eystein og Sigurð velkomna til samstarfs.
Eins og áður var nefnt, fékk B.B.Í. umráð og afnotarétt af ýmsum
teikningum, sem unnar hafa verið hjá B.L. Má þar sérstaklega nefna
deiliblöðin (teikningar af innréttingum og húshlutum) og allar burðar-
virkisteikningar. Að auki höfum við greiðan aðgang að þeim teikningum,
sem eru í vörslu Stofnlánadeildar. Ennfremur var samið við Stofnlánadeild-
ina um, að hún greiddi laun Sigurðar Sigvaldasonar árin 1990 og 1991 og að
auki nokkurt framlag til þróunarstarfa varðandi teikningar árin 1991 og
1992. Þetta framlag Stofnlánadeildar gerir okkur hjá B.B.Í. fært að selja
96