Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 106
Svínarækt
Pétur Sigtryggsson
Eins og undanfarin ár hef ég starfað sem
ráðunautur í svínarækt í hálfu starfi og einnig
verið í hálfu starfi sem sérfræðingur í svína-
rækt við Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Skrifstofa mín er eins og áður í húsi Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins að Keldna-
holti.
Starfið á skrifstofunni var með líku sniði og
undanfarin ár. Fjölmargir, einkum bændur,
komu á skrifstofuna til þess að fá upplýsingar
varðandi fóðrun, aðbúnað á svínabúum og
svínarækt almennt. Einnig var mikið um
símhringingar og bréflegar fyrirspurnir, sem ég reyndi að svara eftir bestu
getu.
Á árinu 1990 var ég skipaður formaður svínaræktarnefndar samkvæmt 5.
grein búfjárræktarlaga nr. 84/1989. Tveir fundir voru haldnir í svínaræktar-
nefnd á árinu, 21. júní og 30. júlí. Á fyrri fundinum, 21. júní, var einkum
rætt um væntanlega reglugerð og eftirfarandi forgangsverkefni svínaræktar-
innar, sem falla undir búfjárræktarlög: 1. samræmt skýrsluhald, 2. kjötmæl-
ingar og afkvæmarannsóknir, 3. galtauppeldisstöð og 4. sæðingarstöð. Á
síðari fundinum, 30. júlí, voru tvö mál á dagskrá: nýtt skýrsluhald í
svínarækt, sem fyrirhugað er að koma á í Noregi á árinu 1991, og nýjar,
veigamiklar niðurstöður úr erfðarannsóknum á svínum í Bandaríkjunum,
Bretlandi og á Norðurlöndum. Thor Blichfeldt greindi frá væntanlegum
breytingum á skýrsluhaldi í Noregi í greinargóðu erindi, og Stefán Aðal-
steinsson flutti mjög fróðlegt erindi um nýjar niðurstöður úr erfðarannsókn-
um á svínum. Nánari upplýsingar er að finna í fundargerðum þessara
tveggja funda.
Auk venjulegra ráðunautastarfa voru eftirfarandi verkefni framkvæmd á
árinu, en þar fara saman störf mín sem ráðunautur og sérfræðingur í
svínarækt:
Gerð var skýrsla yfir svínaslátrun á árinu 1989. Skýrsla þessi er byggð á
gögnum frá Framleiðsluráði Iandbúnaðarins og skýrslum sláturleyfishafa.
Sams konar skýrslur hafa verið gerðar allt frá árinu 1982. í þessum skýrslum
er að finna áætlað verðmæti svínakjötsframleiðslunnar á viðkomandi ári,
magn svínakjötsframleiðslunnar, kjötmatsflokkun, óseldar birgðir o.s.frv.
eða nauðsynlegar upplýsingar til að fylgjast með þeim breytingum, sem
80