Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 157
í Krísuvík á Reykjanesskaga var girt um 12 km rafgirðing í samvinnu við
Hafnarfjarðarbæ og Fjáreigendafélag Hafnfirðinga. Hún er framhald á
samvinnu við sveitarstjórnir á Suðurnesjum og er þýðingarmikill liður í
takmörkun lausagöngu búfjár á Reykjanesskaganum.
Á árinu voru gerðir samningar við landeigendur um nýtt friðunarsvæði í
austanverðu Hegranesi, Skagafirði. Er það svokallaður Garðssandur.
Aðeins er um að ræða mjög stuttar girðingar og samvinnu við Vegagerð
ríkisins um ristarhlið til að friða Garðssand.
Ennfremur var gerður samningur um friðun Almenninga og Þórsmerkur-
svæðisins, en girðing úr Jökulsárlóni niður í Markarfljót, sem gerði þetta
mögulegt, var girt 1987.
Á síðast liðnu vori var sáð alls í 4 hektara af Beringspunti og 65 hektara af
lúpínu til frætöku. Fræakrar í Gunnarsholti eru því alls orðnir 392 hektarar
að stærð. Það áraði fremur vel fyrir myndun fræs hjá flestum landgræðslu-
plöntum. Hins vegar var uppskerutíðin einmuna vætusöm og erfið. Alls
söfnuðust um 1200 kg af hreinsuðu lúpínufræi, sem var mun minna en við
vonuðumst eftir.
Hins vegar hefur aldrei verið safnað meira af Beringspuntsfræi. Alls
söfnuðust um 17 tonn af hreinu fræi, sem er sjö sinnum meira en nokkru
sinni fyrr. Þar að auki tapaðist mikið magn af fræi sökum þess, hvað
rigningar töfðu uppskeruna og einnig, hversu takmarkaðan vélakost við
höfðum til starfa. Við leigðum samt þreskivél hjá Ólafi Eggertssyni á
Þorvaldseyri eins og á undanförnum árum. Dálítið magn safnaðist af mjög
góðu túnvinguls- og vallarsveifgrasfræi.
Á síðast liðnu vori samdi Landgræðslan við þrjá bændur á Jökuldal efri
um leigu á snarrótartúnum til fræframleiðslu og uppskárum með aðstoð
heimamanna um 1800 kg af ágætu snarrótarfræi. Ennfremur var safnað fræi
af 20 hektara Beringspuntsakri í landgræðslugirðingunni við Skógey í
Hornafirði.
Melskurður hófst 20. ágúst hér á Suðurlandi, og var fræið yfirleitt vel
þroskað. Handskorið var talsvert magn í Meðallandi, Álftaveri og smávegis
í Vestmannaeyjum. Melskurðarvélarnar voru að störfum í Meðallandi,
Álftaveri og á Mýrdalssandi, Landeyjum og Þorlákshöfn. Óvenju lítið
melfræ fékkst í Þingeyjarsýslum. Stórauka verður öflun melfræs, ef takast á
að ná settum markmiðum í stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar.
Á síðast liðnu vori var lokið við að reisa og fullgera gróðurhús í
Gunnarsholti, sem hafist var handa við að reisa haustið 1989. Með því er
komin ágæt aðstaða til að vinna að margs konar rannsókna- og þróunar-
starfi.
Á árinu var ötullega unnið að Átaki í landgrœðsluskógum, þar sem
Skógræktarfélag íslands, Skógrækt ríkisins, Landbúnaðarráðuneyti ásamt
Landgræðslu ríkisins hafa tekið saman höndum um að minnast 60 ára
131