Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 132
Búnaðarfélags íslands, en þar er gert ráð fyrir, að tveir nemendur séu í
hverjum árgangi. (Á öðru námsári eru núna fjórir nemendur, þarsem tveir
hófu nám á fyrsta námsári haustiðl989). Ljóst er, að hver nemandi kostar
skólann verulega fjármuni, en nemendur greiða ekki fyrir kennsluna.
Óhætt er að segja, að íslendingar standi í mikilli þakkarskuld við Búnaðar-
háskólann á Ási fyrir þessa fyrirgreiðslu, ekki síst þegar skólinn gerir mun
betur við íslenska námsmenn en samningar hljóða upp á.
Önnur störf. Ég sat fund starfsmanna bændasamtaka á Norðurlöndum,
Nordisk organisasjonstreff, í Bændahöllinni 7. september. Á þeim fundum
eru tekin til meðferðar mál, er varða innra starf samtakanna í hverju landi,
samskipti við félagsmenn o.þ.h. Viðfangsefni, sem við er að fást í hinum
einstöku löndum, eru lík, og bændasamtök landanna hafa því margt að læra
hvert af öðru í þeim efnum. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins tók saman
yfirlit um það, sem fram kom á fundinum.
Hinn 25. október efndu bændasamtökin til fundar um GATT-viðræðurn-
ar á Hótel Sögu. Til fundarins var m.a. boðið Amund Venger, fram-
kvæmdastjóra norsku bændasamtakanna, Norges Bondelag, og var hann
meðal framsögumanna á fundinum. Ég tók þátt í undirbúningi að komu
hans og fór með honum í ferðalag um Borgarfjörð daginn fyrir fundinn, en
hann hafði einkum látið í Ijós áhuga á að heimsækja Reykholt. Þar veitti
séra Geir Waage ítarlegar upplýsingar um sögu staðarins og Snorra
Sturlusonar.
Ég annaðist, ásamt Óttari Geirssyni, ritstjórn Handbókar bænda. Einnig
hafði ég umsjón með Árbók landbúnaðarins 1989 fyrir Framleiðsluráð
landbúnaðarins.
Ég þakka Júlíusi, meðritstjóra mínum, starfsfólki Búnaðarfélags íslands,
Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráðs landbúnaðarins og öðrum
innan Bændahallar og utan, sem viðskipti hafa átt við Frey, samstarfið á
árinu.
106