Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 164
Fyrir Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga:
Aðalmaður: Egill Jónsson, Seljavöllum.
Varamaður: Reynir Sigursteinsson, Hlíðarbergi.
Fyrir Búnaðarsamband Suðurlands:
Jón Hólm Stefánsson, Gljúfri.
Hermann Sigurjónsson, Raftholti.
Páll Sigurjónsson , Galtalæk.
Einar Porsteinsson, Sólheimahjáleigu.
Jón Ólafsson, Eystra-Geldingaholti.
Halla Aðalsteinsdóttir, Kolsholti,
varamaður fyrsta aðalmanns.
Jóhannes Kristjánsson, Höfðabrekku, fyrsti vara-
maður annars og fimmta aðalmanns.
Pálmi Sigfússon, Læk, varamaður þriðja aðal-
manns.
Sólrún Ólafsdóttir, Kirkjubæjarklaustri, varamað-
ur fjórða aðalmanns.
Helgi ívarsson, Hólum, annar varamaður annars
og fimmta aðalmanns.
Samkvæmt kvaðningu stjórnar Búnaðarfélags íslands, dags. 27. des. 1990,
kom Búnaðarþing saman til fundar í Bændahöllinni í Reykjavík, mánudag-
inn 18. febrúar 1991 kl. 10:00.
Forseti þingsins, Hjörtur E. Þórarinsson, formaður Búnaðarfélags
íslands, bauð þingfulltrúa velkomna til þings. Hann bauð forseta íslands,
Vigdísi Finnbogadóttur, velkomna að setningu þessa Búnaðarþings, sem er
hið 75. í röðinni frá 1899. Einnig bauð hann velkomna ráðherra, forseta
Alþingis, og aðra alþingismenn og gesti, en fjölmenni var við þingsetning-
una. Hann nefndi í því sambandi fulltrúa Kvenfélagasambands íslands,
Lísu Thomsen, og gat þess, að gömul, söguleg bönd tengdu saman
Kvenfélagasambandið og Búnaðarfélagið. Hann bauð ennfremur velkom-
inn formann Stéttarsambands bænda, Hauk Halldórsson.
Því næst minnist forseti þriggja manna, sem voru tengdir Búnaðarþingi
og Búnaðarfélagi íslands, en höfðu látizt, síðan Búnaðarþing var haldið
fyrir ári. Hann mælti á þessa leið:
Þórarinn Kristjánsson var fæddur á bænum Laxárdal í Þistilfirði 29. júlí
1910, sonur hjónanna, Kristjáns Þórarinssonar og Ingiríðar Árnadóttur,
sem byggðu nýbýlið Holt í landi Laxárdals árið 1913. Að þeim látnum tóku
Þórarinn og systkini hans við búinu, og frá 1952 bjuggu þar saman þrjú
systkinin, Arnbjörg, Árni og Þórarinn.
Fyrsti aðalmaður:
Annar aðalmaður:
Þriðji aðalmaður:
Fjórði aðalmaður:
Fimmti aðalmaður:
Varamenn:
138