Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 99
R. Dýrmundsson tók saman mikið fræðsluefni um beitarmál hrossa, á 126
síðum, sem dreift var á fundinum.
Á árinu starfaði ég með nefnd á vegum Landssambands hestamannafé-
laga, sem hafði það hlutverk að móta framtíðarskipulag stórmóta. Nefnd
þessi var sett á laggirnar í samræmi við sáttagjörð stjórnar Landssambands
hestamannafélaga og fulltrúa stjórna þeirra hestamannafélaga í Eyjafirði,
sem gengu úr samtökunum eftir ársþingið á Selfossi 1987. Ég mætti á fund
nefndarinnar þann 16. janúar, næsti fundur var boðaður þann 26. sama
mánaðar, en þá komst ég ekki til fundar vegna veðurs. Þann 25. febrúar sat
ég formannafund L.H., þar sem þessi mál voru til umræðu, en fyrir fundinn
hafði nefndin sent frá sér áfangaskýrslu sameiginlega með skipulagsnefnd,
sem skipuð var í samræmi við sömu sáttagjörð. Þessi mál komust á þann
rekspöl, sem betur fer, að aðalfundir allra félaganna í Eyjafirði samþykktu
inngöngu. Mikið var þó ógert til að samræma sjónarmiðin og undirbúa
tillögur fyrir ársþing L.H. Nefndirnar komu saman til sameiginlegs fundar
24. apríl, og næst kom stórmótanefndin saman til fundar 5. október. Að
loknum fundi þann dag og allan 6. október unnum við Sigfús Guðmunds-
son, formaður nefndarinnar, að frágangi tillagna nefndarinnar og greinar-
gerð með þeim til 41. ársþings L.H. Á þinginu varð lítið úr tillögum
nefndarinnar, en þingið tók ekki afgerandi afstöðu til framtíðarskipulags
stórmóta. Það verk getur þó eflaust ekki dregist lengi. Nú ídesember barst
mér bréf frá Landssambandi hestamannafélaga, þar sem mér var tilkynnt
tilnefning mín í nefnd, sem ætlað er „að yfirfara Landsmót 1990 og gera sér
grein fyrir, hvað tókst vel og hvað hefði verið hægt að gera betur. Einnig að
taka fyrir einstaka þætti mótsins og meta, hvernig skil þeim voru gerð.
Niðurstaða nefndarinnar er hugsuð þeim til gagns, sem standa þurfa fyrir
stórmótum í framtíðinni". Þetta er þarft verk, og vænti ég þess, að boðað
verði til fundar í nefndinni mjög fljótlega.
Þegar að loknum formannafundi L.H. þann 25. febrúar sat ég óformleg-
an fund með undirbúningsnefnd Landsmóts hestamanna. Ræddi ég þar
ýmis mál við nefndarmenn, mest var það þó í tengslum við sýningu
ræktunarbúa á mótinu. Nauðsynlegt hefði verið að ætla þessum dagskrárlið
rýmri tíma á mótinu en varð. í upphaflegum tillögum okkar hrossaræktar-
ráðunauta til nefndarinnar lögðum við raunar til, að þessum dagskrárlið
yrði ætlaður helmingi rýmri tími en varð úr. Auk þess hefði vel mátt
gerbreyta framkvæmd þessa dagskrárliðar, en einhverjum hugmyndum í þá
átt hafði ég hreyft áður. Einnig barst talið að ýmsum atvikum í tengslum við
lágmarkseinkunn kynbótahrossa á mótið.
7
73