Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 86
mannafélaginu Grana á Hvanneyri í Borgarfirði. Meðal annars mætti geta
fræðslufunda og funda um tilraunir hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins
á Keldnaholti, fundar í Gunnarsholti á Rangárvöllum um afréttarnýtingu
og fleira, fundar í Bændahöllinni um gerð jarðabókar, kennarafundar í
Bréfaskólanum, og síðla árs var ég á fundi í Bændahöllinni þar sem
sérfróður maður frá Nýja-Sjálandi fjallaði í stuttu máli um uppsetningu og
viðhald rafgirðinga, m.a. vegna kvartana um símatruflanir.
Geitfjárrœkt. Ásettar geitur haustið 1989 voru samtals 323 samkvæmt
forðagæsluskýrslum, og hefur þeim fjölgað nokkuð. Geitaeigendur voru í
flestum sýslum landsins, samtals 55 með 1-18 geitur hver. Að venju fengu
allir geitaeigendur send skýrslueyðublöð. Ekki fékkst fé úr Ríkissjóði
íslands til að greiða stofnverndarframlag samkvæmt búfjárræktarlögum
fyrir árið 1988 fyrr en í janúar 1990. Skýrsluárið 1987-1988 skiluðu 34
geitaeigendur skýrslum fyrir samtals 270 geitur, og var stofnverndarframlag
á ásetta geit kr. 2.000. í árslok 1990 tókst að fá fjármuni til að greiða
stofnverndarframlag fyrir árið 1989. Skýrsluárið 1988-1989 skiluðu 38
geitaeigendur skýrslum fyrir samtals 259 geitur, og var stofnverndarfram-
lagið á ásetta geit hið sama og árið áður, kr. 2.000. í sumum geitahjörðum er
skyldleiki tii baga, og hef ég sem fyrr aðstoðað nokkra geitaeigendur við
útvegun á höfrum í samráði við Sauðfjárveikivarnir.
Landsmarkaskrá. Á árinu 1990 kom Landsmarkaskrá 1989 út, sú fyrsta,
og hafði ég umsjón með útgáfu hennar. í henni eru öll búfjármörk, sem birt
voru í markaskrám um Iand allt 1988 auk þeirra marka, sem auglýst voru í
Lögbirtingarblaðinu á árinu 1989. Þar er einnig að finna ýmiss konar
fróðleik um mörk og fjallskilamál. Vandað var til prentunar og frágangs
bókarinnar, en verði þó stillt í hóf, og þess er vænst, að hún verði mörgum
að gagni. Upplagið var 350 eintök (sjá ritfregn um Landsmarkaskrá 1989 í
Frey, 17. tbl., bls. 645, 1990).
Önnur störf. Aðstoð við erlenda gesti var með svipuðum hætti og áður,
að venju sinnti ég bréfaskriftum vegna samskipta félagsins við Búfjárrækt-
arsamband Evrópu (EAAP) og veitti námsfólki upplýsingar og fyrir-
greiðslu af ýmsu tagi. Meðal annars var ég í hópi þeirra landsráðunauta,
sem aðstoðuðu Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins við starfskynningar-
námskeið í Bændahöllinni síðla árs fyrir grunnskólanema. Það tel ég hafa
verið mjög þarft framtak. í síðustu starfsskýrslu gat ég um undirbúning
vegna útflutningssauðfjár til BretlandseyjaogKanada (sjáeinnigFrey, 13,-
14. tbl., bls. 528-531,1990). Fjárkaupendur þurftu á ýmiss konar aðstoð að
halda, og átti ég jafnframt ánægjulegt samstarf við Örn Bergsson, bónda á
Hofi í Öræfum, sem var fulltrúi þeirra bænda í Austur-Skaftafellssýslu, sem
seldu féð, bæði gimbrar og hrúta af ýmsum litum eftir óskum kaupenda. Öll
lömbin voru úr Öræfum nema tveir hrútar frá Smyrlabjörgum í Suðursveit.
Slíkur útflutningur er bæði tímafrekur og kostnaðarsamur, m.a. vegna
60