Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 119
Verkfæri og vatnsvirkjun
Haraldur Árnason
Vatnsveitur. Mælt var fyrir 74 vatnsveitum
í flestum sýslum landsins, samtals 65.400 m;
þar af 12 vegna fiskeldis. Þá var mælt fyrir 4
hitaveitum samtals um 69.000 m.
Auk þessa kom ég á yfir 20 bæi til þess að
skoða vatnsból og ráðleggja mönnum um
endurbætur þeirra.
í Stafholtstungum var lögð hitaveita á eina
15 bæi. Mælingar voru auðveldar, þar eð
lagnir eru víða meðfram vegum, og hægt var
að mæla vegalendir á bíl. í Melasveit var
mælt fyrir hitaveitu, 8-9 km, en hætt var við
að leggja hana eins og mælt var. Þó var lögð hitaveita á einn bæ í Melasveit.
Loks var gerð frumkönnun vegna hitaveitu í Lundarreykjadal, mælingar
gerðar á bíl og korti auk hæðarmælinga á stöku stað.
í lok ágúst og byrjun september fór ég ferð með Óskari ísfeld, fiskeldis-
ráðunaut, skoðuðum við aðstæður til fiskeldis á 12 bæjum allt frá Borgar-
firði, norður og austur um land, en auk þess var mælt fyrir vatnsveitum til
heimilis- og búsþarfa á 7 bæjum í þessari ferð.
í haust fór ég nokkrar ferðir á Snæfellsnes að skoða dráttarspil, sem ætlað
er til þess að draga rúllubagga úr hlöðu inn á fóðurgang og afrúlla þar. Eftir
allmiklar tilraunir og þróun er þetta orðið handhægt verkfæri til þess að
meðhöndla bagga innanhúss. Gunnar bóndi Kolbeinsson í Syðri-Knarrar-
tungu hefur hannað spilið í félagi við Jóhann Ólafsson í Astra.
Ferðadagar urðu 76 á árinu.
Skrifstofustörf. Safnað var upplýsingum um sölu búvéla, unnið að
áætlunum um vatnsveitur, bréfaskriftum o.fl. Þá var mönnum leiðbeint í
síma og á skrifstofu um vatnsveitugerð, vélakaup og ýmis tæknileg atriði.
Taflan, sem hér birtist, sýnir sölu búvéla undanfarin 5 ár.
Rúllubaggavélar og tækni, sem lýtur að pökkun og meðferð rúllubagga,
hefur komið að mestu í stað heyhleðsluvagna og hefðbundinna heybindi-
véla, eins og taflan ber með sér.
Það færist í vöxt, að tæki séu smíðuð innanlands. Má þar nefna vagna,
baggatínur, mykjusnigla, mykjudreifara, kartöfluflokkunarvélar, staura-
bora, afrúllara o.fl.
Ég skrifaði eina grein í Frey um dráttarspil.
93