Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 111
sem ætlað er að gera tillögur varðandi starfsemi fiskeldisstöðva inn tii
landsins. Eg var einnig varamaður í Markaðsnefnd landbúnaðarins.
Á árinu var ég þátttakandi í nokkrum rannsóknarverkefnum í fiskeldi.
Þau helstu eru: Samanburður á nokkrum íslenskum bleikjustofnum, Vaxt-
arstopp í bleikju, Tilraunaeldi á bleikju á Suðurlandi og síðast, en ekki síst,
verkefnið: Markaðsathuganir á eldisbleikju. Þessi verkefni eru unnin í
samvinnu fjölda aðila svo sem: Landssamband fiskeldis- og hafbeitar-
stöðva, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Veiðimálastofnun og deilda
þeirrarstofnunar á Vestur- og Norður- Suðurlandi, Hólalax hf., Kirkjubæj-
arskóla, Markaðsnefnd landbúnaðarins, Útflutningsráð íslands, Búnaðar-
samband Suðurlands, Búnaðarsamband Austurlands, Búnaðarsamtök
Vesturlands og marga fleiri. Auk áðurnefndra verkefna má nefna tilrauna-
eldi á nokkrum bæjum á Austurlandi, sem er á byrjunarstigi, þegar þessar
línur eru skrifaðar. Öllum þessum verkefnum fylgdu töluverð ferðalög.
Lokið var fyrsta áfanga í vinnu að markaðsmálum fyrir eldisbleikju, og
gefin var út skýrslan: „Markaðsathuganir á íslenskri á eldisbleikju“.
Höfundar eru undirritaður og Hermann Ottósson hjá Útflutningsráði
íslands. í samræmi við tillögur, sem við settum fram í ofangreindri skýrslu,
var unnið að því að fá bleikjuframleiðendur til samvinnu um markaðs- og
sölumál og önnur fagleg málefni bleikjueldis. Var ég verkefnisstjóri í
undirbúningsstjórn að stofnun samtaka þessara aðila. í ársbyrjun 1991 var
svo Fagráð bleikjuframleiðenda stofnað, og sit ég þar í stjórn sem fulltrúi
Búnaðarfélagsins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur stutt þetta und-
irbúningsstarf með fjárframlögum. Þau fjárframlög gerðu mér kleift að fara
á markaðsráðstefnuna í Noregi, og auk þess gerði sá stuðningur okkur
mögulegt að styrkja Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva til þátt-
töku á SIAL 1990, en það er stór matvælasýning, sem haldin er í Frakklandi
annað hvert ár. Fór ég þangað til aðstoðar við kynningu á íslenskum
eldisfiski. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka stjórn Framleiðnisjóðsfyrir
veittan stuðning í þessu starfi sem og í öðrum rannsóknarverkefnum, er lúta
að bleikjueldi.
Samstarfið í fiskeldishópi Búnaðarfélagsins hefur verið með miklum
ágætum. Starfið hefur þó borið merki þess ástands, sem er í greininni.
Unnin var umsögn fyrir Framleiðnisjóð landbúnaðarins um Straumfisk hf.,
gerðar voru tvær rekstraráætlanir fyrir Eldisstöðina Krók hf. og ein fyrir
Islax hf. Farið var í tvær kynnisferðir á eldisstöðvar, en annars hefur starf
hópsins að mestu verið að undirbúa fyrir framtíðina. Enn sem komið er
teljum við, að margar forsendurfyrir bleikjueldi séu of óljósar til að hægt sé
að hvetja til fjárfestingar í því, en áfram er unnið í samvinnu við ýmsa aðila
að þróun og uppbyggingu greinarinnar. Áhuginn á bleikjueldi í smáum stíl
er þó mjög mikill, en við hvetjum menn til að fara sér hægt enn sem komið
er. Nokkrir aðilar hafa þó hafiðslíkt eldi, jafnvel gegn ráðleggingum okkar.
85