Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 44
aftur samband við undirritaðan og óskaði nú eftir, að sendinefnd, skipuð
fulltrúum hinna óánægðu, fengi að ræða við hann um þessi mál. Þessari
nefnd var boðið að eiga fund með stjórn félagsins 7. ágúst. Til þess fundar
komu fulltrúar F.hrb. og L.H. í hrossaræktarnefnd og fjórir fulltrúar
landshlutanna, valdir á s.n. Hvanneyrarfundi, sem haldinn hafði verið 27.
júní.
Einar E. Gíslason, formaður F.hrb., hafði orð fyrir sendinefndinni, en
hún afhenti stjórninni kröfuskj al, og fer inngangur þess og meginatriði hér á
eftir:
„Undirritaðir fulltrúar frá Iandshlutum og fulltrúar í hrossaræktarnefnd
B.í. fylgja hér með eftir eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var á fundi að
Hvanneyri 27. júní sl., með fulltrúum frá Félagi hrossabænda, hrossa-
ræktarsamböndum og hestamannafélögum úr öllum landshlutum:
„1. Skýr verkaskipting sé gerð milli Iandsráðunauta í hrossarækt á þann
veg, að Kristinn Hugason komi ekki nærri dómstörfum frá og með 1.
janúar1991.
2. Framkvæmd kynbótadóma sé í heild endurskoðuð.
3. Kynbótadómar 1990 séu sérstaklega skoðaðir með tilliti til ósamræm-
is, sem virðist vera og einnig vegna lækkunar á eldri byggingarein-
kunnum.
4. Eigendum kynbótahrossa 1990 sé heimilt að afturkalla dóma á
hrossum sínum, sé þess skriflega óskað af þeim“.
Aðdragandi að samþykkt þessarar ályktunar var mjög víðtæk og almenn
óánægja eigenda kynbótahrossa um land allt á störfum kynbótadóm-
nefndar B.Í., sem forskoðaði og dæmdi kynbótahross í vor fyrir
Landsmót.
Fundir voru haldnir í Skagafirði, í Húnavatnssýslu, á Vesturlandi,
Suðurlandi og Austurlandi og einnig í Eyjafirði, þar sem óánægjuatriði
voru rakin, fundarsamþykktir gerðar og fulltrúar kosnir til að fara á
sameiginlegan fund, sem haldinn var á Hvanneyri, eins og fyrr er að
vikið.“
Þessu fylgdi útlistun á „helstu óánægjuatriðum“ í sex liðum. Auk þess
komu ýmis óánægjuatriði fram í máli áttmenninganna á fundi þeirra með
stjórn B.í.
Þar sem látið er að því liggja í inngangi að ályktuninni frá Hvanneyrar-
fundinum, að þar hafi mætt kjörnir fulltrúar frá „Félagi hrossabænda,
hrossaræktarsamböndum og hestamannafélögum úr öllum landshlutum“ er
rétt að það komi fram, að svo var ekki. Þeir fundir, sem vitnað er til, að
haldnir hafi verið í héruðunum, voru óformlegir, enda bárust bæði símleiðis
og bréflega staðfestingar á því til Búnaðarfélagsins.
18