Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 215
1. Að dreifa litprentuðum bæklingi um sveitir landsins, þar sem bent væri
á ýmsar leiðir til auðveldrar lausnar sorphirðingarmála og annars þess,
er til bóta mætti horfa. Jafnframt yrðu birtar greinar og pistlar í Frey,
héraðsfréttablöðum og svæðisútvarpsstöðvum til hvatningar og
fræðslu um umhverfismál sveitanna.
2. Búnaðarþing leggur áherzlu á, að komið verði upp endurvinnslu á
plasti.
3. Leitað verði einu sinni enn til kvenfélaga, búnaðarfélaga og ungmenna-
félaga og óskað eftir aðstoð þeirra til að bæta umgengni í sveitum.
Stjórn Búnaðarfélags íslands er falið að hafa yfirumsjón með fram-
kvæmd efnisþátta ályktunarinnar.
Mál nr. 30
Erindi stjórnar Búnaðarfélags íslands um búfé á vegsvœðum.
Afgreitt með máli nr. 19.
Mál nr. 31
Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 76!1970 um lax- og silungsveiði -
328. mál 113. löggjafarþings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 19 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing leggur til, að frumvarp þetta verði ekki að lögum.
GREINARGERÐ:
Allt frá því, að lögin um lax- og silungsveiði tóku gildi árið 1933, hefur sú
meginregla gilt, að bannað sé að veiða lax í sjó og að um silungsveiði þar
skuli gilda sömu ákvæði og um veiði í fersku vatni eftir því, sem unnt er.
Rétt er að muna, að lífsferill sjávarsilungs er bundinn bæði ferskvatni og sjó.
Líklegt verður að telja, að þetta fyrirkomulag, það er bann við laxveiði í sjó,
sé meginforsenda þess, hve ástand laxastofna hér er betra en í nágranna-
löndum okkar. Tillögur um að auka einhliða rétt til veiða í sjó sýnast geta
orðið til þess að spilla samkomulagi sjávarveiðibænda og þeirra, sem við
árnar búa. Auk þessa gæti meira veiðiálag sett silungsstofna í hættu.
Ljóst er einnig, að nái frumvarp þetta fram að ganga, verður eftirlit með
sjávarveiðum mjög torveldað.
Taka ber hins vegar undir anda frumvarpsins um, að æskilegt væri, að
veiðieftirlitsmenn séu eingöngu launaðir af ríki, svo að hlutleysi þeirra í
deilum sé betur tryggt.
Að lokum má benda á, að undirbúningur að endurskoðun laga um lax- og
silungsveiði er hafinn.
189