Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 80
Fallþungi og flokkun dilkakjöts 1989 og 1990
Hlutfall af fjölda (%) Meðalþungi (kg)
Flokkur 1990 1989 1990 1989
Dl-úrval..................... 3,43 5,34 14,58 14,53
DI-A........................ 76,90 78,57 14,60 14,48
DI-B......................... 9,01 6,45 17,90 18,05
DI-C......................... 1,81 0,87 19,54 19,65
DII.......................... 5,26 5,43 10,86 10,72
DIII......................... 1,49 1,55 9,23 9,09
DIV.......................... 0,18 0,06 11,46 10,26
DX........................... 1,60 1,41 13,84 13,57
DXX.......................... 0,19 0,14 13,28 12,74
Úrkast....................... 0,13 0,17 - 6,96
Samtals.................. 588.633 skr. 624.042 skr. 8.634.141 kg 9.029.434 kg
Hrúta- og afkvæmasýningar. Aðalsýningar á sauðfé voru nú haldnar í
Eyjafirði, Skagafirði, Húnavatnssýslum og í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu.
Afkvæmasýningar voru jafnframt í boði á Vestfjörðum, í Dölum og á
Snæfellsnesi. Ég var aðaldómari í Eyjafirði, Vestur-Húnavatnssýslu og í
Borgarfirði að hluta á móti Sigurjóni Bláfeld, sem jafnframt dæmdi í
Skagafirði, en Jón Viðar Jónmundsson í Austur-Húnavatnssýslu. Sýningar-
þátttaka var víðast hvar sæmileg og sums staðar mjög mikil.
Afkvœmarannsóknir hafa heldur aukizt undanfarin ár og voru með mesta
móti í haust. Nú var breytt aðferð við einkunnagjöf hrúta í afkvæmarann-
sóknum, þannig að sjálfstæð einkunn er gefin fyrir vænleika og önnur fyrir
kjöteiginleika. Sú síðari byggist á þremur þáttum, lærastigum (40%),
frampartsstigum(20%) og fituþykkt á síðu (40%). Sömu menn sáu að mestu
leyti um kjötmælingar og undanfarin ár.
Fjárrœktarfélög og skýrsluhald. Jón Viðar Jónmundsson annaðist út-
reikninga úr fjárræktarskýrslum eins og undanfarin ár. Skýrslur bárust frá
919 félagsmönnum fyrir árið 1989 yfir 170.197 ær, 144.525 fullorðnar og
25.672 veturgamlar. Skýrsluhöldurum fækkaði um 35 milli ára, en ám á
skýrslum aðeins um 1499. Á landinu öllu fæddust vorið 1989 174 lömb eftir
hverjar 100 ær, og 160 lömb komu til nytja. Tvílemban skilaði til jafnaðar
29,6 kg, einlemban 17,1 kg, ær með lambi 26,0 kg, og 24,3 kg fengust eftir
hverja á. Er hér um að ræða 0,4 kg aukningu eftir vetrarfóðraða á frá árinu
áður. Þær skýrslur, sem þegar hafa verið gerðar upp frá s.l. hausti, benda
til, að afurðir hafi verið enn meiri nú, enda þegar komið fram, að
sláturlömb voru nú vænni. Það tefur bagalega uppgjör á fjárræktarskýrsl-
um, hversu treglega gengur að ná þeim til uppgjörs frá einstökum fjárrækt-
arfélögum og félagsmönnum. Á því þarf að ráða bót.
54