Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 50
Jarðrækt
Óttar Geirsson
Jarðabætur. Á fyrstu mánuðum ársins fór
mestur tími hjá mér í að vinna úr og svara
umsóknum um ríkisframlög til jarðabóta.
Framlög til þeirra jarðabóta, sem sótt var um
framlag til, fullnægðu öllum skilyrðum jarð-
ræktarlaga og voru innan þeirra marka, sem
jarðræktarlög setja, hefðu orðið um 184 millj-
ónir kr., ef allt yrði gert eins og áætlað var og
sótt var um framlag til. Á fjárlögum voru hins
vegar aðeins 50 milljónir króna, sem ætlaðar
voru í framlög samkvæmt jarðræktarlögum.
Fað var því unnt að svara milli eins fjórða og
eins þriðja umsókna á þann veg að framlög væru tryggð á árinu, en
afgangnum varð að svara þannig, að ekki yrði unnt að verða við umsókn
þeirra um framlag á árinu.
11. töflu kemur fram, hve margar fullgildar umsóknir bárust um framlag,
hve mörgum var svarað jákvætt og hve mikið af þeim jarðabótum, sem
fengu loforð um framlag á árinu, var unnið. I töflunni er miðað við fjölda
umsókna, en ekki stærð jarðabóta. Ef hægt var takmarka loforð um framlag
við ákveðna stærð var það gert til þess, að unnt yrði að veita fleirum
umsækjendum einhverja úrlausn. Hlutur framkvæmda, sem veitt var loforð
um framlag til varð því minni en kemur fram í töflunni, sé miðað við stærð
eða magn.
Af þeim, sem fengu loforð um framlag, voru allmargir, sem ekki lögðu í
framkvæmdir á árinu, eins og kemur fram aftast í töflunni. Ástæður fyrir því
geta verið ýmsar. Menn hafa e.t.v. sótt um án þess að vera ákveðnir í að fara
í framkvæmdir og svo, þegar loforð um framlag var takmarkað hafa þeir
hætt við. Eins geta aðstæður hafa breyst svo, að ekki var lengur grundvöllur
til að leggja í þær jarðabætur, sem fyrirhugaðar voru.
Einnig fór töluverð vinna í að reikna út framlög til jarðabóta sem unnar
voru árið 1989, oggangafrá skuldabréfum, sem jarðabótamenn fengu í stað
framlaga árið 1988. í 2. töflu er yfirlit yfir þær jarðabætur, sem unnar voru
árið 1989.
Þótt ríkisframlög til jarðabóta séu nú ekki nema rösk 10% af því, sem þau
voru, þegar mest var, hefur vinna við úthlutun á þeim ekki dregist saman að
sama skapi. Nú hefur komið til vinna við umsóknir og við að svara þeim.